Lífið

Adam vill ekki fleiri gjafir

Adam Lambert vill að aðdáendur sínir styrki gott málefni.
Adam Lambert vill að aðdáendur sínir styrki gott málefni.

Idol-stjarnan Adam Lambert hefur hvatt aðdáendur sína til að láta fé af hendi rakna til góðgerðarmála í stað þess að senda sér gjafir á komandi tónleikaferð sinni, Glam Nation Tour. Í síðustu tónleikaferð fékk hann fjölda gjafa sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við.

„Í stað þess að gefa mér gjafir getið þið sent pening til Donorschoose.org eða til annars góðgerðafélags," sagði söngvarinn á Twitter-síðu sinni.

Lambert er að kynna sína fyrstu plötu, For Your Entertainment, sem kom út í fyrra við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.