Lífið

Sex hundruð manns á sumarhátíð Æfingastöðvarinnar

Margt var um manninn og greinilega margir sem höfðu áhuga á að kynna sér starfsemina
Margt var um manninn og greinilega margir sem höfðu áhuga á að kynna sér starfsemina

Nú um helgina iðaði öll borgin af lífi og voru hátíðir um allan bæ. Meðal hátíða sem haldnar voru var sumarhátíð Æfingastöðvarinnar á Háaleitisbraut þar sem sú fjölbreytta starfsemi sem þar fer fram var kynnt.

Margt var um manninn og greinilega margir sem höfðu áhuga á að kynna sér starfsemina, en stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu og er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk með frávik í hreyfingum og þroska.

Stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

Æfingastöðin er rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra en hún hefur verið starfandi í yfir 50 ár. Starfsemin hefur verið í stöðugri þróun og til að mynda hefur undanfarin misseri verið unnið að innleiðingu fjölskyldumiðaðrar þjónustu.

Fjölskyldumiðuð þjónusta var meðal þess sem var kynnt á þessum opna degi hjá Æfingstöðinni en einnig kynntu hin ýmsu félög starfsemi sína auk þess að fólki gafst kostur á að prófa hin ýmsu stoð- og hjálpartæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.