Lífið

Jackson leikstýrir Hobbitanum - mögulega, kannski, vonandi

Peter Jackson ásamt leikkonunni Saoirse Ronan. Það kvartar væntanlega enginn yfir því að leikstjóri þríleyksins eftir Hringadróttinssögu taki að sér Hobbitann.
Peter Jackson ásamt leikkonunni Saoirse Ronan. Það kvartar væntanlega enginn yfir því að leikstjóri þríleyksins eftir Hringadróttinssögu taki að sér Hobbitann.

Svo getur farið að Peter Jackson leikstýri Hobbitanum í stað hins mexíkóska Guillermo del Toro. Jackson leikstýrði Lord of the Ring-myndunum þremur með flottum árangri og er einn af handritshöfundum Hobbitans, sem gerist á undan Lord of the Rings.

Del Toro hætti við að leikstýra myndinni vegna tafa hjá framleiðandanum Warner Bros.

Ef enginn leikstjóri fæst í staðinn er Jackson tilbúinn að hlaupa í skarðið. „Ef ég þarf að gera þetta til að vernda fjárfestingu Warner Bros þá er ég tilbúinn til að skoða það," sagði Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.