Lífið

Tuttugu hljómsveitir í villta vestrinu á Akranesi

Berndsen spilar á hátíðinni Villta vestrið á Akranesi 12. júní.
Berndsen spilar á hátíðinni Villta vestrið á Akranesi 12. júní. fréttablaðið/arnþór

Rúmlega tuttugu hljómsveitir hafa verið bókaðar á tónlistarhátíðina Villta vestrið sem verður haldin á Akranesi 12. júní. Á meðal þeirra eru Cliff Clavin, Leaves, Berndsen, Bróðir Svartúlfs, Ólafur Arnalds, Sykur og Útidúr.

„Mér datt aldrei í hug að við myndum fá svona margar frábærar hljómsveitir. Þeim leist öllum mjög vel á framtakið og fannst einnig spennandi að koma á Akranes," segir skipuleggjandinn Sigurmon Sigurðsson.

Með hverjum seldum miða fylgir frítt niðurhal á geisladiski sem verður gefinn út á síðunni Gogoyoko.com. Á disknum er eitt lag með hverri hljómsveit sem kemur fram á hátíðinni.

Miðasala fer fram á Midi.is og á Akranesi og kostar 2.000 krónur inn. Einungis þrjú hundruð miðar eru í boði. Upphitunartónleikar verða haldnir á Sódómu Reykjavík 11. júní þar sem Bolywool, Cosmic Call, BOB og Tamarin Gunsling-er spila.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.