Lífið

IDOL: Hrafnista í uppáhaldi - myndband

„Mér finnst það bara svo rosalega skemmtilegt. Mér finnst gaman að tónlist og finnst skemmtilegt að vera á sviði," svarar Anna Hlín aðspurð um öryggið sem hún býr yfir. Anna Hlín verslar höfuðklútana og grifflurnar sem hún klæddist síðasta föstudag í Smáralindinni.

Lífið

Samkynhneigðir boltastrákar í kvöldsiglingu

Keppendur á alþjóðlegu páskamóti Stráka­félagsins Styrmis í fótbolta ætla saman í kvöldsiglingu næsta fimmtudag með hvalaskoðunarbátnum Eldingu. Tilgangurinn er að gefa samkynhneigðum þátttakendum tækifæri til að kynnast betur.

Lífið

Pops í hörkustuði

Hljómsveitin Pops ætlar halda uppi hörku stemningu á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld í tilefni af tuttugu ára afmæli staðarins. Pops er lifandi goðsögn frá sjöunda áratugnum með ofurstjörnur innanborðs, sjálfa Keflavíkurbítlana Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Pops spilaði síðast um áramótin og sást þá að hljómsveitarmeðlimir hafa engu gleymt.

Lífið

Wolverine lekið á netið

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú netleka á ókláruðu eintaki hasarmyndarinnar X-Men Origins: Wolverine. Myndin verður frumsýnd eftir mánuð og því eru framleiðendur hennar sérlega ósáttir við lekann, sem búið er að skrúfa fyrir.

Lífið

Keðjan er lifandi

Neðan úr kössunum standa tveir grannir fætur og höfuð. Lára Stefánsdóttir, dansari og danshöfundur, er að vinna að verki ásamt ungum dönsurum sem lítur ekki dagsins ljós fyrr en í sumar. Þá verður verkið lagt saman við verk frá fimm öðrum Norður­löndum á fertugustu listdanshátíðinni í Kupio, sem er virtasta og stærsta danshátíð á Norðurlöndum.

Lífið

Halli snýr aftur eftir langt frí

Halli Reynis hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarið. Hann heldur tónleika í kvöld. „Ég held að það sé meinhollt fyrir alla tónlistarmenn að taka sér frí,“ segir trúbadorinn Halli Reynis, sem heldur sína fyrstu tónleika í tvö og hálft ár í kvöld á Café Rósenberg.

Lífið

Barði hitar upp fyrir Cannes

Hljómsveitin Bang Gang spilar í Listasafni Reykjavíkur í kvöld á tónlistar­hátíðinni Nokia on Ice. Sveitin hefur einnig bókað sig á kvikmyndahátíðina í Cannes sem verður haldin í maí.

Lífið

Sigríður Snævarr aðstoðar atvinnulausa í kreppunni

„Við erum að halda námskeið úti um allan bæ og verðum á Hótel Sögu á morgun og flytjum þar fyrirlestur um verkefnið okkar. Félagsmálaráðherra opnar fyrirlesturinn og borgarstjórinn lýkur honum,“ segir Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra. Hún hefur ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur stofnað fyrirtækið Nýttu kraftinn en tilgangur þess er hvatning og stuðningur við atvinnulausa í formi fræðslu, fyrirlestra og námskeiðahalds eins og það er orðað í fyrirtækjalýsingunni.

Lífið

Síðustu forvöð að sjá sýningar

Leikhúsaðsókn hefur verið afar góð á sviðsetningar í leikhúsum landsins á þessum vetri. Í þessum mánuði hverfa nokkrar vinsælar sviðsetningar af fjölunum til viðbótar þeim sem eru að baki. Uppselt er á 27 sýningar á Kardemommubænum í Þjóðleikhúsi fram til 6. júní og hinn 8. maí kemur á fjalir Borgarleikhússins fjölskyldusýningin Söngvaseiður og er þegar uppselt á nær þrjátíu sýningar. Bæði þessi verk verða á fjölum stóru leikhúsanna þar til sumarleyfi hefjast ef að líkum lætur.

Lífið

Mannskepnan og klæðin

Annað kvöld verður frumsýnd leik- og danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu sem Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson standa fyrir. Sýninguna kalla þau Húmanimal. Verkefnið hlaut styrk frá leiklistar­ráði og er nú komið á svið fyrir sameiginlegt átak.

Lífið

Alhliða dansstaður í miðbænum

Skemmtistaðurinn London Reykjavík verður opnaður á neðri hæðinni á gamla Gauki á Stöng í kvöld. Áhersla verður lögð á danstónlist af ýmsum toga og ættu dansþyrstir Íslendingar því að fá þarna eitthvað fyrir sinn snúð.

Lífið

Tónlistarmenn fengu 11 milljónir

Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði í gær tæpum ellefu milljónum króna til listamanna og hljómsveita, eigin verkefna Kraums og samstarfsverkefna sjóðsins.

Lífið

Spurningakeppni fjölmiðla á Bylgjunni þetta árið

„Þetta er þannig að keppnin er búin að vera á Ríkisútvarpinu en þeir ákváðu að hafa hana ekki núna og þess vegna var smá þrýstingur á okkur að halda þessu lifandi og við stukkum á það bara," svarar Logi Bergmann Eiðsson spyrill um árlega spurningakeppni fjölmiðla á Íslandi. „Þetta er mjög hefðbundið. Allir helstu fjölmiðlar landsins keppa. Tveir í hverju liði og svo er útsláttarfyrirkomulag. Þetta er mjög staðlað form myndi ég segja," segir Logi og bætir við að keppnin verður um páskahelgina á Bylgjunni.

Lífið

Ásdís Rán opnar aðdáendasíðu

„Síðan er aðallega ætluð til kynningar á mér og minum verkum," svarar Ásdís Rán sem opnaði í dag nýja heimasíðu Icelandicbeuty.com. „Svo er ég að þróa þarna leið til að komast í betra samband við aðdáendur og gefa þeim kost á að vera í persónulegu sambandi við mig í gegnum FanSpace-ið á síðunni." „Fólk getur þá fylgst náið með mínu daglega lífi, talað við mig í gegnum life-chat kerfi, fengið ráð, séð nýjustu myndirnar mínar og fleira skemmtilegt." „Einnig er hægt að versla „fan-vörur" í búðinni á síðunni, downloada dagatölum og screensavers ásamt myndum og fleiru." „Síðan er aðallega ætluð fyrir Balkansskagann og USA til að byrja með þar sem stærstu aðdáendahóparnir eru. Síðan er ekki alveg tilbúin en verður í vinnslu smá saman næstu vikur. Það er hægt að versla núna vörur á síðunni í gegnum Paypal en fljótlega kemur svo venjulegt greiðslukerfi," útskýrir Ásdís.

Lífið

Slökkt á Leiðarljósi

Leikurum og öðru starfsfólki sem kemur að framleiðslu sjónvarpsþáttarins Leiðarljós hefur verið tilkynnt að framleiðslu á þættinum yrði hætt og slökkt yrði á Leiðarljósi þann 18. september næstkomandi. Þátturinn hefur verið sendur út í 72 ár, fyrst í útvarpi og svo í sjónvarpi.

Lífið

IDOL: Konan kasólétt - myndband

Meðfylgjandi má sjá viðtal sem tekið var við Georg Alexander eftir flutninginn baksviðs í Smáralindinni. Þar lýsir hann veikindum sínum þetta kvöld og það sem merkilegra er þá segir hann frá ástandi konunnar, Angelien Schalk, sem er gengin framyfir með fyrsta barnið þeirra. Mynd af henni má sjá í meðfylgjandi myndasafni (til hægri með ljóst hár svartklædd).

Lífið

Sveppi settur í einangrunarklefa á Litla-Hrauni

„Þetta var kannski of lítill tími til að finna það á eigin skinni hvernig það er að vera fangi en þetta er samt ekki eitthvað sem ég myndi vilja prófa,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson. Hann fór ásamt samstarfsfélaga sínum Auðuni Blöndal á Litla-Hraun og kynnti sér hvernig lífið gengur sinn vanagang á bak við lás og slá.

Lífið

Prinsessan nýr sumarsmellur

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp nýjan sumarsmell sem nefnist Prinsessan. Höfundur lags og texta er Dr. Gunni. „Gunni lét okkur fá lagið og bar undir okkur fyrir löngu síðan. Við vorum hrifnir af því strax,“ segir Hannes Friðbjarnarson. trommari í Buff um nýtt sumarlag sveitarinnar.

Lífið

Átta þúsund mótmæla ákvörðun RÚV

„Ég hef fullan skilning á þeirra reiði en ég vona líka að þeir sýni okkar aðstæðum skilning. Við vissum það, þegar ráðist var í þennan niðurskurð, að þetta myndi lenda á einhverjum og því miður bitnar þetta á þeim núna,“ segir Páll Magnússon útvarpstjóri. Honum þykir miður að geta ekki sýnt beint frá Söngkeppni framhaldsskólanna en bætir því við að menntskælingar séu ekki þeir einu sem þurfi að horfa á eftir uppáhaldi sínu.

Lífið

Aldrei fór ég suður í gröfuskemmu

„Þetta er fjórða húsið sem við erum í. Við höfum aldrei verið lengur en tvö ár á sama staðnum,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana í sjötta sinn. Hálfdán og félagar hafa náð samkomulagi við verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði um afnot af nýju húsnæði þess fyrir hátíðina.

Lífið

Leikfélag Sauðárkróks í kvikmyndum

Þegar kvikmyndafyrirtæki sækja út á land í tökur eru hæg heimatökin að leita til áhugamannafélaganna á svæðinu. Skagafjörður státar af elsta leikfélagi landsins á Króknum. Tvær kvikmyndir í fullri lengd verða að hluta teknar upp nyrðra á þessu vori. Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki síðustu daga við æfingar og undirbúning vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið framleiðendum myndarinnar innan handar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk.

Lífið

Króna með fyrstu tónleikana

Birgir Örn Steinarsson hefur stofnað hljómsveitina Króna ásamt þeim Hjalta Jóni Sverrissyni úr Miri og Jóni Vali Guðmundssyni, sem einnig kemur fram sem Bubble Boy. Fyrstu tónleikar sveitarinnar verða annað kvöld í VIP-partíi á undan tónlistarhátíðinni Nokia on Ice í Listasafni Reykjavíkur.

Lífið

Haukur Ingi snýr aftur á Anfield

„Það verður gaman að koma á fornar slóðir,“ segir knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason sem snýr aftur á sinn gamla heimavöll Anfield Road um páskana til að sjá fyrrum félaga sína í Liverpool taka á móti Blackburn. Kærastan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verður með í för.

Lífið

Cohen snýr aftur

Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno.

Lífið

Burton þögull um Lísu í Undralandi

Súrealískur ævintýraheimur Lewis Carroll, Lísa í Undralandi, ratar brátt á hvíta tjaldið á nýjan leik. Og hver annar en meistari Tim Burton gæti leikstýrt þessu furðuverki.

Lífið

Innrás í Þýskaland

Ólafur Davíðsson, sendiherra, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útón, opnuðu formlega tónleikaröðina Norðrið í Admiralspalast í Berlín 10. mars síðastliðinn.

Lífið

Sérhæfður vefur fyrir bíladellumenn á Íslandi

Bíladellukarlar hafa fengið nýtt heimili í vefheimum, Racebook. „Ég hef alltaf verið með bíladellu,“ segir Ríkharður Brynjólfsson. Hann hefur ásamt Trond Eiksun og fyrirtæki Ríkarðs, Miðneti, undanfarið verið að setja upp fjölþættan vef sem sérstaklega er ætlaður bíladellumönnum.

Lífið

Fáir létu glepjast af aprílgabbi

„Nei, þeir voru ekki margir sem bitu á agnið, það komu kannski fimm og annar eins fjöldi spurðist fyrir um þetta í gegnum síma,“ segir Gísli Einarsson, eigandi myndasöguverslunarinnar Nexus.

Lífið

Snýr sér að umhverfisvernd

Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfis­vænir bílar eru umfjöllunar­efnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma.

Lífið

Stórtónleikar í sumar

Samtónn, samstarfsvettvangur tónlistarrétthafa, stendur fyrir verkefninu Íslenskt tónlistarsumar sem hefur verið sett á laggirnar. Er því ætlað að styrkja innviði og ímynd íslensks tónlistarlífs í því ölduróti sem hefur verið undanfarna mánuði. Af því tilefni stendur til að halda stórtónleika í Reykjavík snemma í sumar. Nákvæm tíma- og staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Fleiri uppákomur eru einnig fyrirhugaðar í sumar.

Lífið