Lífið

Samkynhneigðir boltastrákar í kvöldsiglingu

Strákafélagið Styrmir stendur fyrir alþjóðlegu páskamóti í fótbolta þar sem tólf lið taka þátt.
Strákafélagið Styrmir stendur fyrir alþjóðlegu páskamóti í fótbolta þar sem tólf lið taka þátt.

Keppendur á alþjóðlegu páskamóti Stráka­félagsins Styrmis í fótbolta ætla saman í kvöldsiglingu næsta fimmtudag með hvalaskoðunarbátnum Eldingu. Tilgangurinn er að gefa samkynhneigðum þátttakendum tækifæri til að kynnast betur.

„Pælingin er að þjappa fólkinu betur saman. Þau koma héðan og þaðan þessi lið og við ætlum að taka tveggja til þriggja tíma siglingu um sundin hérna,“ segir Jón Þór Þorleifson, skipuleggjandi mótsins. „Hápunkturinn verður síðan lokaballið á Rúbín á laugardeginum með Páli Óskari.“ Fyrr um daginn verður verðlaunaafhending í Kórnum í Kópavogi.

Alls etja tólf lið kappi á mótinu. Þau eru skipuð hommum og lesbíum, þar af tíu erlend, og segir Jón Þór útlendingana gífurlega spennta fyrir Íslandsförinni. Þeir munu gista víða á höfuðborgarsvæðinu, margir hverjir í heimahúsum. „Einhverjir fá að gista hjá liðsmönnum og fjölskyldum þeirra. Ég lána dómurunum íbúðina mína því ég verð fyrir vestan,“ segir Jón Þór, sem kemur einnig að skipulagningu hátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði þessa sömu helgi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.