Lífið

Wolverine lekið á netið

X-Men Origins: Wolverine var lekið á netið mánuði fyrir frumsýningardag.
X-Men Origins: Wolverine var lekið á netið mánuði fyrir frumsýningardag.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú netleka á ókláruðu eintaki hasarmyndarinnar X-Men Origins: Wolverine. Myndin verður frumsýnd eftir mánuð og því eru framleiðendur hennar sérlega ósáttir við lekann, sem búið er að skrúfa fyrir.

„Sá sem setti myndina inn á netið og allir sem munu gera það í framtíðinni verða sóttir til saka,“ sagði í yfirlýsingu frá 20th Century Fox. Í eintakið sem birtist á netinu vantaði tæknibrellur, tónlist og nokkur atriði.

Hugh Jackman fer með aðalhlutverkið í Wolverine, sem er byggð á einni af þekktustu persónunum í X-Men-myndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.