Lífið

Pops í hörkustuði

Hljómsveitin Pops verður í miklu stuði á Kringlukránni um helgina.
Hljómsveitin Pops verður í miklu stuði á Kringlukránni um helgina.
Hljómsveitin Pops ætlar halda uppi hörku stemningu á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld í tilefni af tuttugu ára afmæli staðarins. Pops er lifandi goðsögn frá sjöunda áratugnum með ofurstjörnur innanborðs, sjálfa Keflavíkurbítlana Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Pops spilaði síðast um áramótin og sást þá að hljómsveitarmeðlimir hafa engu gleymt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.