Handbolti

Aron Kristjánsson: Helmingslíkur á sigri gegn Makedóníu

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta fór vel yfir áhersluatriðin gegn Makedóníu á síðustu æfingu liðsins í gær í Sevilla. Varnarleikurinn verður í aðalhlutverki hjá Íslendingum og skilaboðin eru einföld frá þjálfaranum – það á að berja á leikmönnum Makedóníu.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Makedónía 19-23

Stórkostlegur varnarleikur lagði grunninn að 23-19 sigri Íslands í kvöld gegn Makedóníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Íslenski varnarmúrinn stóðst nánast allar atlögur Makedóníumanna sem áttu engin svör – og sérhæfðu varnarmennirnir Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson fögnuðu gríðarlega í hvert sinn sem þeir höfðu betur gegn ráðlausum Makedóníumönnum.

Handbolti

Guðjón Valur: Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum

"Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum en maður veit ekki hvort þeir hafa ekki verið nógu einbeittir. Þetta er lið sem við þekkjum vel og höfum leikið oft gegn þeim síðustu ár,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson en íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu í þriðja leiknum í B-riðli heimsmeistaramótsins síðdegis í Sevilla á Spáni.

Handbolti

Aron: Lofa því að spila betur í næstu leikjum

Aron Pálmarsson ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðinu í næstu leikjum heimsmeistaramótsins í Sevilla. Aron, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, er allt annað en sáttur við sitt framlag til liðsins í fyrstu tveimur leikjunum og lofar því að gera betur.

Handbolti

Átti aldrei að rata í fjölmiðla

Róbert Gunnarsson er margfaldur Evrópu-, heims- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta. Lagði fram gríðarlega öfluga leikáætlun í Sevilla í gær. Línumaðurinn er á batavegi en óvissa er um framhaldið.

Handbolti

Ísland og Júgóslavíuþjóðirnar

Íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu á HM í handbolta í kvöld og af því tilefni hefur Fréttablaðið skoðað nánar gengi íslenska landsliðsins á móti ríkjum gömlu Júgóslavíu í keppnisleikjum erlendis.

Handbolti

Ungverjar unnu 30 marka sigur

Ungverjaland er með fullt hús eftir tvær umferðir í D-riðli á HM í handbolta á Spáni alveg eins og Spánn og Króatía en Ungverjar unnu 30 marka stórsigur á Áströlum, 43-13, í lokaleik dagsins.

Handbolti

Framkvæmdastjóri Füchse Berlin: Þjóverjar eiga að ráða Alfreð eða Dag

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, eru nú sterklega orðaðir við þýska landsliðið í handbolta en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, sem bíður sig fram til varaformanns þýska handboltasambandsins, sagði í sportþætti á ZDF um helgina að þeir væru bestu kostir Þjóðverja i stöðunni enda álitnir tveir af bestu handknattleiksþjálfurum heims.

Handbolti

Þægilegt hjá Spánverjum á móti Egyptum

Spánverjar unnu öruggan og þægilegan sigur á Egyptum, 29-24, í öðrum leik sínum á HM í handbolta á Spáni og hafa því fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spánn og Króatía eru bæði með fjögur stig og Ungverjar bætast væntanlega í hópinn á eftir enda eiga þeir leik á móti Ástralíu seinna í kvöld.

Handbolti

Serbar ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa

Serbar sýndu styrk sinn með sannfærandi sex marka sigri á Hvíta-Rússlandi, 34-28, í öðrum leik sínum í C-riðli á HM í handbolta á Spáni. Serbneska liðið vann níu marka sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á mótinu.

Handbolti

Létt yfir strákunum í Sevilla - myndir

Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu spila ekki á HM í handbolta í dag en notuðu hinsvegar daginn vel til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á móti Makedóníu á morgun.

Handbolti

Vignir: Ljósunum að kenna að ég klikka

Vignir Svavarsson lék vel í 38-22 sigri Íslands gegn Síle, en varnartröllið skoraði alls 4 mörk úr alls 6 tilraunum – öll nema eitt úr hraðaupphlaupum. Vignir átti reyndar sendingu sem varð næstum því að marki en boltinn hafnaði í stönginni. "Þetta var sending – ekki skot, bara svo það sé á hreinu,“ sagði Vignir.

Handbolti

Arnór Þór: Átti ekki von á því að byrja

Arnór Þór Gunnarsson nýtti tækifærið vel í öruggum 38-22 sigri Íslands gegn Síle á HM í handbolta í gær. Strákarnir hristu af sér slenið eftir slæmt tap fyrir Rússlandi á laugardaginn en leikmenn fá frí í dag.

Handbolti

Ólafur: Heiður að fá að spila fyrir landsliðið

"Það er heiður að fá að spila fyrir íslenska landsliðið og með leikmönnum á borð við Guðjón Val Sigurðsson. Við sem erum yngri þurfum að standa okkur í því hlutverki sem okkur er falið hverju sinni og mér fannst margt jákvætt í gangi í þessum leik,“ sagði Ólafur Gústafsson sem skoraði alls 4 mörk úr alls 7 skotum í 38-22 sigri Íslands gegn Síle í dag.

Handbolti

Aron: Fagna hverju skoti sem ég næ að verja

"Ég fagnaði hverju skoti sem ég náði að verja og þannig á það að vera. Ég fann að spennustigið var betra í þessum leik en gegn Rússum. Í þeim leik leið mér eins og skólastrák sem gæti ekki varið skot, þetta var mun betra í dag gegn Síle,“ sagði Aron Rafn Eðvarsson markvörður íslenska landsliðsins eftir 38-22 sigur liðsins á HM í dag. Aron lék í rúmlega 35 mínútur og varði hann alls 13 skot og þar af tvö vítaköst.

Handbolti