Handbolti

Ernir í hópinn í stað Ólafs Guðmundssonar

Ólafur hefur ekki staðið undir væntingum á Spáni.
Ólafur hefur ekki staðið undir væntingum á Spáni. mynd/vilhelm
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, gerði eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun er hann tók Erni Hrafn Arnarson inn í hópinn í stað Ólafs Guðmundssonar.

Ólafur hefur leyst Ásgeir Örn Hallgrímsson af hægra megin á vellinum á mótinu en engan veginn fundið sig. Ernir mun nú taka við því hlutverki.

Ólafur verður þó áfram með liðinu úti eitthvað áfram og ekki loku fyrir það skotið að hann komi aftur inn í hópinn á seinni stigum. Kemur það meðal annars til út af því að óvissa er með framhaldið hjá Róberti Gunnarssyni.

Ólafur mun því æfa áfram með liðinu næstu daga og síðan kemur í ljós hvað verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×