Handbolti

HM 2013 | Túnis vann Þýskaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Silvio Heinevetter varði sex skot í þýska markinu.
Silvio Heinevetter varði sex skot í þýska markinu. Nordic Photos / Getty Images
Túnisar sýndu að frammistaðan gegn Frökkum á HM í handbolta í gær var engin tilviljun með frábærum sigri á Þýskalandi í A-riðli, 25-23.

Þjóðverjar unnu þægilegan tíu marka sigur gegn Brasilíu í dag en máttu sætta sig við tap í dag. Túnis tapaði fyrir Frakklandi í gær eftir að hafa verið með forystu í leiknum lengi vel.

Staðan í dag var jöfn í hálfleik, 13-13, en Túnisar spiluðu vel í seinni hálfleik og unnu góðan sigur. Wael Jallouz, sem gengur til liðs við Kiel í sumar, sýndi góða takta og skoraði átta mörk.

Amine Bannour átti einnig góðan leik og skoraði sex mörk. Þá varði Marouane Magaiez sextán skot í markinu.

Túnis skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og hélt undirtökunum lengi vel. Þýskaland náði að jafna þegar liðið skoraði þrjú mörk í röð um tíu mínútum fyrir leikslok.

En Afríkuliðið reyndist sterkara á lokasprettinum og vann sem fyrr segir tveggja marka sigur.

Þetta er áfall fyrir Þýskaland sem hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu stórmótum. Sven-Sören Christophersen var markahæstur með sjö mörk og Steffen Weinhold kom næstur með fjögur.

Úrslit, staða og næstu leikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×