Handbolti

HM 2013 | Danir höfðu betur gegn Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Danir unnu í kvöld góðan sigur á Rússum, 31-27, í B-riðli HM í handbolta í kvöld. Danmörk er því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Sevilla.

Danir byrjuðu betur og náðu snemma ágætri forystu. En Rússar komu til baka og var munurinn í hálfleik eitt mark, 14-13. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en Danir náðu að síga fram úr á lokakaflanum og tryggja sér sigur.

Niklas Landin átti stórleik í marki Dana og varði oft á tíðum glæsilega. Nikolaj Markussen átti einnig góðan leik og skoraði sex mörk. Markahæstur hjá Rússum var Timur Dibirov með sjö mörk.

Danmörk og Makedónía eru á toppi B-riðils með fjögur stig en Ísland og Rússland eru með tvö. Ísland mætir Makedóníu á þriðjudag.

Úrslit, staða og næstu leikir á HM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×