Handbolti

Frakkar fóru létt með Svartfellinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Svartfjallaland er enn án stiga á HM í handbolta en liðið steinlá fyrir heims- og Evrópumeisturum Frökkum í kvöld, 32-20.

Staðan var 17-11 í hálfleik, Frökkum í vil. Fjölmargir leikmanna franska liðsins komust á blað en markahæstur var Jerome Fernandez með sex mörk. Samuel Honrubia og Cedric Soirhando skoruðu fimm hvor.

Vasko Sevaljevic var markahæstur hjá Svartfjallalandi með fimm mörk en liðið sló út Svíþjóð í undankeppni HM í vor.

Svartfellingar töpuðu óvænt fyrir Argentínu í gær og er nú eina stigalausa liðið í A-riðli. Frakkland er á toppnum með fjögur stig en önnur lið eru með tvö.

Úrslit, staða og næstu leikir á HM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×