Ísland og Júgóslavíuþjóðirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Aron Pálmarsson skoraði sex mörk í sigri á Makedóníumönnum þegar þjóðirnar mættust í Skopje í mars 2009. Mynd/AFP Íslenska landsliðinu gekk oft ágætlega í leikjum sínum á móti gömlu Júgóslavíu og náði meðal annars jafntefli á móti verðandi Ólympíumeisturum í fyrsta leik á ÓL í Los Angeles 1984. Júgóslavía var stórveldi í handboltanum sem sameinað ríki en eftir að landið skiptist upp hafa Króatar verið í sérflokki. Eftir stríðið á Balkanskaganum liðaðist Júgóslavía í sundur og varð að ríkjunum Króatíu, Serbíu, Slóveníu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu. Síðan þá hefur íslenska landsliðinu gengið misvel með Júgóslavíuþjóðirnar en í tilefni af leiknum á móti Makedóníu á HM á Spáni í kvöld hefur Fréttablaðið kannað gengi íslenska landsliðsins á móti þessum þjóðum í keppnisleikjum á erlendri grundu. Hér eru teknir inn leikir á stórmótum sem og útileikir í undankeppnum. Júgóslavar urðu heimsmeistarar 1986 en eftir sundurliðun hafa aðeins Króatar leikið það eftir. Króatar urðu heimsmeistarar 2003 og fengu silfur á HM bæði 2005 og 2009. Íslenska landsliðinu hefur gengið illa með Króata í alvöru leikjum og Króatíugrýlan hefur tekið við af Svíagrýlunni. Serbar spiluðu fyrst undir merkjum Júgóslavíu, síðan sem Serbía og Svartfjallaland og loks sem bara Serbía. Tölfræðin á móti öllum þessum útgáfum af serbneska liðinu er tekin inn í tölfræði Serbanna. Serbar náðu sínum besta árangri á HM með því að vinna brons 1999 og 2001 en íslenska liðinu hefur áfram gengið ágætlega með Serba og aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum. Leikir Íslands og Slóveníu eru alltaf jafnir og spennandi en þjóðirnar hafa alltaf skipst á að vinna á stórmótum. Slóvenar unnu fyrsta leikinn á EM í Króatíu og einnig þann síðasta á EM í Serbíu í fyrra en Ísland hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum við Slóvena. Ísland mætir Makedóníu í fyrsta sinn á stórmóti í kvöld en íslensku strákarnir hafa hins vegar mætt Makedóníu fjórum sinnum í umspilsleikjum fyrir stórmót. Eitt af sárustu töpum íslenska landsliðsins undanfarin ár var einmitt á móti Makedóníu í umspili fyrir HM í Króatíu 2009. Íslenska landsliðið hefur aftur á móti unnið alla sex heimaleiki sína á móti Makedóníu í þessum umspilum og vonandi halda strákarnir áfram sigurgöngu sinni utan Balkanskagans. Ísland hefur hvorki mætt Bosníumönnum né Svartfellingum í alvöru leikjum. Bosníumenn hafa aldrei komist á stórmót en Svartfellingar eru nú með á sínu fyrsta HM og gætu hugsanlega orðið mótherjar Íslands í sextán liða úrslitunum.Hér fyrir ofan á síðunni má sjá kort af gömlu Júgóslavíu og gengi íslenska landsliðsins á móti þjóðunum þar í leikjum á stórmótum eða í undankeppnum á erlendri grundu. Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Íslenska landsliðinu gekk oft ágætlega í leikjum sínum á móti gömlu Júgóslavíu og náði meðal annars jafntefli á móti verðandi Ólympíumeisturum í fyrsta leik á ÓL í Los Angeles 1984. Júgóslavía var stórveldi í handboltanum sem sameinað ríki en eftir að landið skiptist upp hafa Króatar verið í sérflokki. Eftir stríðið á Balkanskaganum liðaðist Júgóslavía í sundur og varð að ríkjunum Króatíu, Serbíu, Slóveníu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu. Síðan þá hefur íslenska landsliðinu gengið misvel með Júgóslavíuþjóðirnar en í tilefni af leiknum á móti Makedóníu á HM á Spáni í kvöld hefur Fréttablaðið kannað gengi íslenska landsliðsins á móti þessum þjóðum í keppnisleikjum á erlendri grundu. Hér eru teknir inn leikir á stórmótum sem og útileikir í undankeppnum. Júgóslavar urðu heimsmeistarar 1986 en eftir sundurliðun hafa aðeins Króatar leikið það eftir. Króatar urðu heimsmeistarar 2003 og fengu silfur á HM bæði 2005 og 2009. Íslenska landsliðinu hefur gengið illa með Króata í alvöru leikjum og Króatíugrýlan hefur tekið við af Svíagrýlunni. Serbar spiluðu fyrst undir merkjum Júgóslavíu, síðan sem Serbía og Svartfjallaland og loks sem bara Serbía. Tölfræðin á móti öllum þessum útgáfum af serbneska liðinu er tekin inn í tölfræði Serbanna. Serbar náðu sínum besta árangri á HM með því að vinna brons 1999 og 2001 en íslenska liðinu hefur áfram gengið ágætlega með Serba og aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum. Leikir Íslands og Slóveníu eru alltaf jafnir og spennandi en þjóðirnar hafa alltaf skipst á að vinna á stórmótum. Slóvenar unnu fyrsta leikinn á EM í Króatíu og einnig þann síðasta á EM í Serbíu í fyrra en Ísland hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum við Slóvena. Ísland mætir Makedóníu í fyrsta sinn á stórmóti í kvöld en íslensku strákarnir hafa hins vegar mætt Makedóníu fjórum sinnum í umspilsleikjum fyrir stórmót. Eitt af sárustu töpum íslenska landsliðsins undanfarin ár var einmitt á móti Makedóníu í umspili fyrir HM í Króatíu 2009. Íslenska landsliðið hefur aftur á móti unnið alla sex heimaleiki sína á móti Makedóníu í þessum umspilum og vonandi halda strákarnir áfram sigurgöngu sinni utan Balkanskagans. Ísland hefur hvorki mætt Bosníumönnum né Svartfellingum í alvöru leikjum. Bosníumenn hafa aldrei komist á stórmót en Svartfellingar eru nú með á sínu fyrsta HM og gætu hugsanlega orðið mótherjar Íslands í sextán liða úrslitunum.Hér fyrir ofan á síðunni má sjá kort af gömlu Júgóslavíu og gengi íslenska landsliðsins á móti þjóðunum þar í leikjum á stórmótum eða í undankeppnum á erlendri grundu.
Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira