Handbolti

Fotex Veszprem skoðar Anton Rúnarsson

Anton Rúnarsson.
Anton Rúnarsson.
Anton Rúnarsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, gæti verið á förum frá félaginu en hann fer til skoðunar hjá ungverska liðinu Fotex Veszprem síðar í mánuðinum.

Anton verður hjá liðinu frá 20. janúar til 23. janúar. Þetta er í annað sinn sem Anton fær að reyna sig með félaginu.

Þeim leist ágætlega á hann í fyrra skiptið en buðu honum þó ekki samning. Félagið er að missa Gabor Csaszar til PSG.

Ef vel gengur hjá Antoni gæti hann farið til félagsins um mánaðarmótin en í síðasta lagi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×