Handbolti

Serbar ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Serbar sýndu styrk sinn með sannfærandi sex marka sigri á Hvíta-Rússlandi, 34-28, í öðrum leik sínum í C-riðli á HM í handbolta á Spáni. Serbneska liðið vann níu marka sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á mótinu.

Hvít-Rússar eru enn án stiga í sínum riðli því þeir töpuðu 24-22 á móti Pólverjum í fyrstu umferð. Hvít-Rússar eru eins og kunnugt er með íslenska landsliðinu í riðli í undankeppni EM 2014.

Hvít-Rússar bitu frá sér í upphafi leiks þar sem íslensku dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru duglegir að reka Serba útaf í tvær mínútur.

Hvít-Rússar voru með tveggja marka forystu, 7-5, eftir rúmlega tíu mínútna leik en þá skiptu Serbarnir um gír og voru komnir sjö mörkum yfir, 20-13, fyrir hlé. Sigur þeirra var síðan aldrei í hættu í síðari hálfleiknum.

Petar Nenadic var valinn besti leikmaður Serba í þessum leik.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru að dæma sinn þriðja leik á mótinu og stóðu sig mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×