Átti aldrei að rata í fjölmiðla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. janúar 2013 07:00 Róbert Gunnarsson fer yfir leikskipulagið á æfingu landsliðsins í Sevilla í gær. Mynd/Vilhelm Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson. Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson.
Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira