Handbolti

HM 2013 | Makedónía líka í basli með Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Makedónía vann í dag fjögurra marka sigur á Katar, 34-30, og eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í B-riðli á HM í handbolta.

Makedónía vann einnig sigur á Síle í gær, 30-28, en hafa nú lent í basli með tvö lægst skrifuðustu liðin í riðlinum.

Ísland mætir næst Makedóníu á þriðjudaginn og er ljóst að leikurinn skiptir miklu máli fyrir íslenska liðið.

Makedónía byrjaði miklu betur og var með átta marka forystu í hálfleik, 21-13. Katarbúar létu þó ekki slá sig af laginu og náðu að minnka muninn mest í tvö mörk í seinni hálfleik. En þar við sat.

Leikur Íslands og Makedóníu hefst klukkan 17.00 á þriðjudaginn.

Úrslit, staða og næstu leikir á HM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×