Handbolti

Ernir á leiðinni út | Róbert spilar líklega ekki á morgun

Ernir á æfingu milli jóla og nýárs.
Ernir á æfingu milli jóla og nýárs.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ákveðið að kalla á vinstri skyttuna Erni Hrafn Arnarson í íslenska landsliðshópinn. Ernir er á leiðinni til Spánar.

Ísland er aðeins með eina örvhenta skyttu í hópnum og hefur verið vandræðagangur þar. Ólafur Guðmundsson hefur síðan ekki náð að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson almennilega af hólmi.

Svo er óvissa með þáttöku Róberts Gunnarssonar í leiknum gegn Makedóniu á morgun. Það er reyndar mjög ólíklegt að Róbert spili að því er Aron sagði við blaðamann Vísis í Sevilla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×