Handbolti

Aron Kristjánsson: Helmingslíkur á sigri gegn Makedóníu

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta fór vel yfir áhersluatriðin gegn Makedóníu á síðustu æfingu liðsins í gær í Sevilla. Varnarleikurinn verður í aðalhlutverki hjá Íslendingum og skilaboðin eru einföld frá þjálfaranum – það á að berja á leikmönnum Makedóníu.

„Það eru helmingslíkur á sigri að mínu mati gegn Makedóníu, þeir eru með kraftmikið lið, og Kirili Lazarov og Naumce Mojovski eru þeirra lykilmenn. Og svo eru þeir með tvo „olíutanka" á línunni. Þeir eru með góða skotmenn, sem við þurfum að sækja vel út á móti skyttunum, og vinna vel í forvinnunni gegn línumönnunum tveimur," sagði Aron en hann telur að Makedónía hafi ekki sýnt styrk sinn í fyrstu tveimur leikjunum gegn Síle og Katar.

„Það virðist vera að leikurinn gegn okkur sé upphafsleikurinn á mótinu í huga Makedóníu, þeir virðast hafa lagt mótið þannig upp. Þeir lentu í vandræðum gegn Síle og virtust varla nenna að spila – en þeir voru sannfærandi í byrjun leiksins gegn Katar en síðan slökuðu þeir á klónni. Það er oft gott að spila fast gegn þessum gömlu liðunum frá Júgóslavíu – og við þurfum að vera hreyfanlegir og fastir fyrir í vörninni," sagði Aron.

Þjálfarinn kallaði Erni Hrafn Arnarson inn í liðið í gær vegna meiðsla Róbert Gunnarssonar línumanns. Ernir er hægri skytta en aðeins ein örvhent skytta var í landsliðshópnum áður en Ernir kom til móts við liðið í gær - Ásgeir Örn Hallgrímsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×