Handbolti

Vignir: Erum með góða menn í öllum stöðum

Vignir Svavarsson segir að vissulega hafi verið gott að ná sigri gegn Síle en hann segist ekki vera viss um hvort það breyti miklu fyrir Makedóníuleikinn.

"Það kom aldrei annað til greina en að vinna leikinn gegn Síle. Það er auðvitað gott að fá pepp á bakið en hvort það breytir einhverju fyrir Makedóniuleikinn verður að koma í ljós," sagði varnartröllið Vignir Svavarsson sem hefur verið að leika vel.

"Við eigum eftir að setja upp taktík. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum og eigum eftir að ákveða hvað við gerum.

Viðtal Arnars Björnssonar við Vigni má sjá í heild hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×