Guðjón Valur: Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 15. janúar 2013 11:15 „Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum en maður veit ekki hvort þeir hafa ekki verið nógu einbeittir. Þetta er lið sem við þekkjum vel og höfum leikið oft gegn þeim síðustu ár," segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson en íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu í þriðja leiknum í B-riðli heimsmeistaramótsins síðdegis í Sevilla á Spáni. Varnarleikur íslenska liðsins verður aðalvopnið gegn Makedóníu og leikmenn liðsins voru á löngum fundi í gær þar sem að farið yfir stöðuna. Guðjón telur það ekki líklegt til árangurs að taka einn besta handboltamann heims, Kiril Lazarov, úr umferð. „Við leggjum upp með þá vörn sem við erum vanir að nota. Það hefur kosti og galla ef við ætlum að taka Kiril Lazarov sérstaklega út úr þeirra sóknarleik. Þá bjóðum við upp á meira pláss fyrir góðan miðjumann sem er góður einn á móti einum, og þeir eru með hálfgerðan ísskáp á línunni. Við verðum að standa vörnina þétt og „djöflast" aðeins í Lazarov og gera hann þreyttann. Það er ekki auðvelt að bera uppi leik liðsins í 60 mínútur og hvað þá þegar komið er í þriðja leik. Við bregðum ekki útaf okkar leikskipulagi – við sjáum bara til hvernig þeim tekst að leysa okkar leik , áður en við förum í einhverjar kúnstir eða eitthvað sem við erum ekki vanir." Guðjón telur að Ísland eigi ágæta möguleika á að gera góða hluti á þessu heimsmeistaramóti. „Það var sárt að tapa á móti Rússum og komum sterkir til baka gegn Síle þótt við ætlum ekki að lesa of mikið í þann leik. Við erum í tiltölulega opnum riðli og með sigri gegn Makedóníu erum við í góðri stöðu. Við setjum því alla okkar krafta í að vinna Makedóníu og tökum síðan stöðuna eftir það." Guðjón Valur fékk óvenjulega mikla hvíld í leiknum gegn Síle þar sem að Stefán Rafn Sigurmannsson fékk að spreyta sig í vinstra horninu. Guðjón er ekki ósáttur við slíkar ákvarðanir hjá Aroni Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Ég spila bara þegar mér er sagt að spila og sest þegar mér er sagt að sitja, og þigg þær mínútur sem ég fæ og gerir sem best úr þeim. Ég er vanur að spila mikið og hef gaman að því – en það þurfa menn að koma inn í og læra að taka ábyrgð og spila á stórmóti – það er svolítið annað en að spila æfingaleiki," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum en maður veit ekki hvort þeir hafa ekki verið nógu einbeittir. Þetta er lið sem við þekkjum vel og höfum leikið oft gegn þeim síðustu ár," segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson en íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu í þriðja leiknum í B-riðli heimsmeistaramótsins síðdegis í Sevilla á Spáni. Varnarleikur íslenska liðsins verður aðalvopnið gegn Makedóníu og leikmenn liðsins voru á löngum fundi í gær þar sem að farið yfir stöðuna. Guðjón telur það ekki líklegt til árangurs að taka einn besta handboltamann heims, Kiril Lazarov, úr umferð. „Við leggjum upp með þá vörn sem við erum vanir að nota. Það hefur kosti og galla ef við ætlum að taka Kiril Lazarov sérstaklega út úr þeirra sóknarleik. Þá bjóðum við upp á meira pláss fyrir góðan miðjumann sem er góður einn á móti einum, og þeir eru með hálfgerðan ísskáp á línunni. Við verðum að standa vörnina þétt og „djöflast" aðeins í Lazarov og gera hann þreyttann. Það er ekki auðvelt að bera uppi leik liðsins í 60 mínútur og hvað þá þegar komið er í þriðja leik. Við bregðum ekki útaf okkar leikskipulagi – við sjáum bara til hvernig þeim tekst að leysa okkar leik , áður en við förum í einhverjar kúnstir eða eitthvað sem við erum ekki vanir." Guðjón telur að Ísland eigi ágæta möguleika á að gera góða hluti á þessu heimsmeistaramóti. „Það var sárt að tapa á móti Rússum og komum sterkir til baka gegn Síle þótt við ætlum ekki að lesa of mikið í þann leik. Við erum í tiltölulega opnum riðli og með sigri gegn Makedóníu erum við í góðri stöðu. Við setjum því alla okkar krafta í að vinna Makedóníu og tökum síðan stöðuna eftir það." Guðjón Valur fékk óvenjulega mikla hvíld í leiknum gegn Síle þar sem að Stefán Rafn Sigurmannsson fékk að spreyta sig í vinstra horninu. Guðjón er ekki ósáttur við slíkar ákvarðanir hjá Aroni Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Ég spila bara þegar mér er sagt að spila og sest þegar mér er sagt að sitja, og þigg þær mínútur sem ég fæ og gerir sem best úr þeim. Ég er vanur að spila mikið og hef gaman að því – en það þurfa menn að koma inn í og læra að taka ábyrgð og spila á stórmóti – það er svolítið annað en að spila æfingaleiki," sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira