Handbolti

Framkvæmdastjóri Füchse Berlin: Þjóverjar eiga að ráða Alfreð eða Dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, eru nú sterklega orðaðir við þýska landsliðið í handbolta en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, sem bíður sig fram til varaformanns þýska handboltasambandsins, sagði í sportþætti á ZDF um helgina að þeir væru bestu kostir Þjóðverja i stöðunni enda álitnir tveir af bestu handknattleiksþjálfurum heims.

Martin Heuberger, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, sem tók við af hinum goðsagnarkennda Heiner Brand, er umdeildur og margir vilja meina að hann sé ekki að gera nógu góða hluti með liðið. Þýska liðið tapaði sem dæmi óvænt fyrir Túnis á sunnudaginn.

Þjóðverjar tefla fram ungu liði á HM á Spáni en margir af bestu leikmönnum Þýskalands gáfu ekki kost á sér til þátttöku á heimsmeistaramótinu og auk þess er lykilmaður eins og Uwe Gensheimer frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×