Handbolti

Shundovski telur Íslendinga sigurstranglegri

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Zvonko Shundovski.
Zvonko Shundovski. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
„Ég get ekki verið annað en ánægður með liðið eftir tvo sigurleiki, en Ísland er sigurstranglegra gegn okkur," sagði Zvonko Shundovski, þjálfari Makedóníuliðsins sem Ísland mætir í dag á HM.

„Við eigum eftir að leika gegn Evrópuliðunum í þessum riðli og það verða mun erfiðari leikir en þeir tveir fyrstu," sagði Shundovski, en Makedóníumenn hafa ekki sýnt neina snilldartakta í fyrstu tveimur leikjum liðsins gegn Síle og Katar. Makedóníumenn rétt mörðu sigur, 30-28, gegn Síle og þeir náðu aldrei að hrista Katarliðið af öxlum sér í fyrrakvöld þrátt fyrir fjögurra marka sigur, 34-30.

„Ísland er með gott lið, þrátt fyrir að það hafi misst marga sterka leikmenn að undanförnu. Ungu leikmennirnir eru góðir."

Makedónía endaði í fimmta sæti á síðasta Evrópumeistaramóti og Shundovski telur að liðið geti gert góða hluti á HM. „Við tökum einn leik í einu og sjáum til hverju það skilar, en það vilja allir gera betur en síðast og einhvern tíma mun Makedónía leika til verðlauna á stórmóti," sagði Shundovski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×