Handbolti

Létt yfir strákunum í Sevilla - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu spila ekki á HM í handbolta í dag en notuðu hinsvegar daginn vel til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á móti Makedóníu á morgun.

Íslenska landsliðið reif sig upp eftir tap á móti Rússum í fyrsta leik og vann sannfærandi sigur á Sílebúum í gær þar sem margir leikmenn liðsins fengu tækifæri og nýttu það flestir mjög vel.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Sevilla og náði skemmtilegu myndum frá æfingu liðsins í dag en einnig eru myndir frá hóteli liðsins. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×