Erlent

Hveitipokaveggur í París

Franskir bændur fjölmenntu í miðborg Parísar í dag og byggðu vegg úr hveitipokum til að þrýsta á nýju ríkisstjórnina um breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Þeir segja stefnu sambandsins leiða til alltof lágs verðs á kornmarkaðnum og notuðu því fimm tonn af hveitipokum til að leggja áherslu á mál sitt.

Erlent

Bættar horfur á friði í Darfur

Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið.

Erlent

Kennedy leitaði lausnar

Nýbirt skjöl sýna að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, reyndi að finna diplómatíska lausn á Víetnamstríðinu með leynilegum samningaviðræðum við Rússa og Norður-Víetnama.

Erlent

Mótmælin í Bólivíu halda áfram

Þrátt fyrir að forseti Bólivíu, Carlos Mesa, hafi sagt af sér í gær eftir að hafa gegnt embætti í aðeins 19 mánuði halda mótmæli í landinu áfram. Fólkið krefst þjóðnýtingar á gasiðnaði í landinu en því var Mesa mótfallinn.

Erlent

Lífi dansks ráðherra ógnað

Ráðherra innflytjendamála í Danmörku segist vera bæði slegin og reið eftir að kveikt var í bíl hennar og íbúðarhúsi snemma í morgun. Óþekkt samtök segjast vera að refsa Dönum fyrir kynþáttahatur.

Erlent

Fullnægingarvandi bundinn erfðum

Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið út að fullnægingarvandi kvenna kunni að tengjast erfðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá rannsókn tveggja vísindamanna á 4.000 kvenkyns tvíburum á aldrinum 19 til 83 ára sem leiðir í ljós að fullnæging kvenna er ekki einvörðungu tengd sálarlífi og félagslegum þáttum líkt og sumir hafa haldið fram.

Erlent

CIA endurskoðar öryggiskröfur

Stjórnendur CIA eru nú að endurskoða strangar öryggiskröfur sem gerðar eru til túlka og þýðenda sem ráðnir eru til starfa hjá stofnuninni. Leyniþjónustuna bráðvantar arabískumælandi fólk en þarf að hafna mjög mörgum umsækjendum vegna þess að þeir eru börn innflytjenda, svonefnd fyrsta kynslóð, og eiga því iðulega fjölmarga ættingja í löndum sem ekki eru hátt skrifuð hjá Bandaríkjastjórn.

Erlent

Fjölskylda finnst látin í Moskvu

Lögreglan í Moskvu fann lík fjögurra manna fjölskyldu í íbúð í fjölbýlishúsi þegar hún réðist þar til inngöngu eftir kvartanir frá nágrönnum um að þau hefðu ekki greitt hita- og rafmagnsreikninga í tvö ár. Það undarlega er þó að fólkið hafði allt látist á mismunandi tíma.

Erlent

Blair hótar ESB neitunarvaldi

Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusambandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984.

Erlent

Birgðastöðvum lokað í Noregi

Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs rituðu á miðvikudag undir samkomulag þess efnis að herstöðvum sem geyma birgðir fyrir Bandaríkjaher verði fækkað úr fimm í tvær. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að breytingar megi gera á tegund vopnanna og birgðanna sem geymdar eru í landinu fyrir flotadeild Bandaríkjahers.

Erlent

Kalt í Evrópu

Þótt júní sé genginn í garð þá er kalt í Evrópu. Þegar íbúar í austurrísku Ölpunum vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim fjörtíu sentímetra jafnfallinn snjór.

Erlent

Tillaga um vítur á Barroso felld

Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá.

Erlent

Aukin framlög vegna neyðar

Búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti tilkynni í dag um ríflega 43 milljarða króna framlag til neyðaraðstoðar í Afríkuríkjum eftir að hafa blásið á hugmyndir breska stjórnvalda um að afskrifa skuldir ríkjanna.

Erlent

Myndavélar virðast virka

Skemmdarverkum í S-lestum Kaupmannahafnarborgar hefur fækkað stórlega eftir að myndavélaeftirlit var tekið upp í nokkrum vögnum. Það hefur löngum ollið miklum kostnaði fyrir DSB, danska lestarfélagið, hversu illa hefur verið gengið um vagna og kostnaður við að þrífa veggjakrot hefur einnig oft verið geigvænlegur.

Erlent

Pólverjar kjósi um stjórnarskrá

Pólverjar hyggjast halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gildistöku stjórnarskrár Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú hafi Bretar frestað sinni kosningu um óákveðinn tíma.

Erlent

Kínverjar ritskoða bloggsíður

Stjórnvöld í Kína hyggjast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vefsíðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi.

Erlent

Forseti Bólivíu segir af sér

Carlos Mesa, forseti Bólivíu, hefur ákveðið að segja af sér en almenningur hefur vikum saman krafist þess að Mesa taki það skref. Óánægja almennings með forsetann hefur verið gríðarleg og hefur landið verið nánast lamað vegna mótmæla sem hafa farið fram upp á hvern dag í þónokkurn tíma og hefur lögreglan þurft að nota táragas til að róa lýðinn.

Erlent

Drógu til baka hótanir um aðgerðir

Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funduðu um kjarnorkuáætlun hinna síðarnefndu og drógu Bandaríkjamenn til baka hótanir um að fá Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja refsiaðgerðir gegn landinu. Það voru Norður-Kóreumenn sem höfðu frumkvæðið að fundinum sem fram fór í New York, en fulltrúar ríkjanna hittust þar 13. maí síðastliðinn.

Erlent

Staðfestingarferli haldi áfram

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill halda áfram staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins þrátt fyrir að Bretar hafi ákveðið að fresta fyrirætlaðri atkvæðagreiðslu um hana. Persson segir enn fremur að tilgangslaust sé að halda áfram ef stjórnarskráin verði tekin til endurskoðunar. Fyrirhugað er að sænska þingið greiði atkvæði um stjórnarskrána í desember.

Erlent

Nítján látnir í árásum í Írak

Ekkert lát er á ofbeldisverkum uppreisnarmanna í Írak sem þó er svarað af fullri hörku af herflota bandamanna í landinu. Á fáeinum mínútum létust að minnsta kosti nítján í fjórum árásum uppreisnarmanna í norðurhluta landsins í morgun. Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við herstöð Bandaríkjamanna, við írakska herstöð, við markað og við landamærastöð.

Erlent

al-Libbi fluttur til Bandaríkjanna

Abu Farraj al-Libbi sem grunaður er um að hafa verið einn valdamesti maður al-Kaída hryðjuverkasamtakanna hefur nú verið fluttur til Bandaríkjanna frá Pakistan þar sem hann var handsamaður.

Erlent

Ákært fyrir fjöldamorðin í Dujail

Fjöldamorð á íbúum smábæjarins Dujail í Írak verður fyrsti ákæruliðurinn sem tekinn verður fyrir í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Fastlega er búist við að réttarhöldin hefjist innan tveggja mánaða.

Erlent

Blair fer til fundar við Bush

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Meðal þess sem efst verður á dagskrá viðræðna þeirra eru útgjöld til þróunarmála í Austur-Afríku, en Blair er í mikið í mun að eyða ágreiningi um það mál áður en leiðtogafundur G8-hópsins hefst í Skotlandi síðar í þessum mánuði.

Erlent

Níræð kona barði þjóf

Katherine Woodworth, 91 árs gömul kona, barði töskuþjóf með innkaupapoka sínum og hrakti á endanum á flótta á bílastæði verslunar í Toledo í Bandaríkjunum um helgina. "Ég var ekki með heyrnartækið og vissi í fyrstu ekki hvað hann sagði," sagði hún.

Erlent

Vilja að trúarleiðtogar hafi áhrif

Trúrækni skilur á milli Bandaríkjamanna og sumra af nánustu bandamönnum þeirra. Bandaríkjamenn eru mun afdráttarlausari í trú sinni á guð og styðja það að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum í mun ríkari mæli en fólk í öðrum löndum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem AP-fréttastofan lét gera.

Erlent

Norðmenn fagna sambandsslitum

Norðmenn fagna því í dag, 7. júní, að nákvæmlega hundrað ár eru liðin frá því norska Stórþingið samþykkti formlega sambandsslitin við Svíþjóð. Mikið er um hátíðarhöld í Osló, höfuðborg Noregs, í tilefni af tímamótunum og fara meðal annars fram stórtónleikar helstu hljómsveita og listamanna landsins á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar.

Erlent

Sýkna í pyntingarmáli í Líbíu

Níu líbískir lögreglumenn og einn læknir voru í gær sýknaðir af ákæru um að hafa náð fram með pyntingum játningu fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna. Þær voru sakaðar um að hafa viljandi smitað 430 börn með alnæmisvírusnum og voru ásamt palestínskum lækni dæmd til dauða.

Erlent

Forseti Bólivíu býður uppsögn

Carlos Mesa, forseti Bólivíu hefur sagt af sér eftir að mörg hundruð manns lömuðu daglegt líf í höfuðborginni La Paz á mánudaginn með uppþotum og tilraunum til að umkringja forsetahöllina.

Erlent

Hálshöggnir fyrir morð

Tveir Jemenar voru í dag teknir af lífi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa drepið konu. Mennirnir voru hálshöggnir í Asir-héraði í suðurhluta landsins en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa bundið konuna og kyrkt hana í ránsferð inn á heimili hennar. Alls hafa 44 verið teknir af lífi í arabaríkinu það sem af er árinu, fjórum fleiri en allt árið í fyrra.

Erlent