Erlent

Forseti Bólivíu býður uppsögn

Carlos Mesa, forseti Bólivíu hefur sagt af sér eftir að mörg hundruð manns lömuðu daglegt líf í höfuðborginni La Paz á mánudaginn með uppþotum og tilraunum til að umkringja forsetahöllina. Pólitísk kreppa hefur nú ríkt í landinu undanfarna mánuði og mótmælendur krefjast þjóðnýtingar á orkuiðnaði landsins til að stemma stigu við atvinnuleysi og kreppu. Mesa mun þó áfram sitja sem forseti landsins þar til þingið staðfestir afsögn hans. Enginn slasaðist alvarlega í uppþotunum á mánudag en lögregla beitti táragasi til að dreifa mannhafinu og handtók 22 menn sem höfðu sig mikið í frammi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×