Erlent

Pólverjar kjósi um stjórnarskrá

Pólverjar hyggjast halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gildistöku stjórnarskrár Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú hafi Bretar frestað sinni kosningu um óákveðinn tíma. Aleksander Kwasniewski forseti landsins segir það mikilvægt að þjóðin fái að segja sína skoðun á stjórnarskránni þrátt fyrir að Frakkar og Hollendingar hafi hafnað henni. Pólland er stærsta landið af þeim tíu sem gengu í sambandið í maí í fyrra. Ef að líkum lætur kjósa Pólverjar um stjórnarskránna samhliða forsetakosningum sem haldnar verða í landinu í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×