Erlent

Myndavélar virðast virka

Skemmdarverkum í S-lestum Kaupmannahafnarborgar hefur fækkað stórlega eftir að myndavélaeftirlit var tekið upp í nokkrum vögnum. Það hefur löngum ollið miklum kostnaði fyrir DSB, danska lestarfélagið, hversu illa hefur verið gengið um vagna og kostnaður við að þrífa veggjakrot hefur einnig oft verið geigvænlegur. Myndavélum hefur nú verið komið fyrir í 27 af 130 lestum og hefur það þegar leitt til handtöku nokkurra skemmdarverkamanna. Vegna þessarar góðu reynslu stendur nú til að halda áfram að koma myndavélaeftirliti upp í sem flestum vögnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×