Erlent

Sænskt morðmál til lykta leitt

Eitt óhugnanlegasta morðmál Svíþjóðar á síðari árum virðist nú hafa verið til lykta leitt. Um er að ræða tvö morð sem framin voru á Skáni í Suður-Svíþjóð árið 1989. Þá var hinni tíu ára gömlu Helén Nilsson rænt og nauðgað á hrottafenginn hátt áður en hún var myrt með barsmíðum.

Erlent

Bretar æfir vegna ummæla Chiracs

Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs.

Erlent

Hamas samtökin hafna aðild

Hamas samtökin í Palestínu hafa hafnað tilboði Mahmoud Abbas, leiðtoga landsins, um aðild að ríkisstjórn Palestínu. Abbas bauð forsvarsmönnum samtakanna til viðræðna um hugsanlega þátttöku í samsteypustjórn, en án árangurs.

Erlent

Skotárás í Bagdad

Fimm opinberir starfsmenn voru skotnir til bana í Bahgdad, höfuðborg Íraks í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar vopnaðir menn hófu skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sprakk bílsprengja við sendiráð Írans í Írak í morgun, en enginn slasaðist í árásinni.

Erlent

Lögreglan á Hróarskeldu leit undan

Danska lögreglan horfði gegnum fingur sér með hassneyslu á útitónleikunum á Hróarskeldu, þótt lög sem sett voru í Danmörku fyrir ári geri ráð fyrir að refsa skuli fyrir jafnvel smæstu fíkniefnabrot. Lögreglan segist ekki bregðast við sé farið fínt í hassreykingarnar, aðeins ef þeim er tranað fram.

Erlent

Ögrandi ummæli Chirac um Breta

Matarslagur geisar milli Breta og Frakka vegna niðrandi ummæla Jacques Chiracs Frakklandsforseta um breska matarhefð. Breskir matgæðingar svara fullum hálsi.

Erlent

45.000 manna herlið á Gaza

Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur.

Erlent

Búist við mótmælum í Kaupmannhöfn

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur til Kaupmannahafnar í kvöld. Bush kemur í stutta heimsókn til Danmerkur á leið sinni á G8-fundinn í Skotlandi. Lögreglan bæði í Danmörku og Svíþjóð býr sig nú undir að tugir þúsundir mótmæli heimsókninni.

Erlent

Í mál við Abramovich

Boris Berezovsky, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamanninum Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea.

Erlent

Varað við of mikilli bjartsýni

Leiðtogafundur G8-ríkjanna hefst í Skotlandi í dag. Forystumenn Afríkuríkja skora á starfsbræður sína á Vesturlöndum til að standa við yfirlýsingar sínar en Gordon Brown varar við of mikilli bjartsýni.

Erlent

Sjálfsíkveikja í Búkarest

Heimilislaus maður kveikti í sér fyrir framan fjölmiðlafyrirtæki í miðbæ Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í dag. Maðurinn klifraði upp í tré og sprautaði málningarþynni yfir sig, kveikti síðan í sér og datt úr trénu.

Erlent

Grundvallarmálin í Gleneagles

Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir loks saman í Gleneagles og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Málin í brennidepli eru aðstoð við fátækustu ríki og hlýnun jarðar.

Erlent

Ástandið í Angóla

Niðurfelling skulda er eitt umræðuefnið á fundinum í Gleneagles. Eitt þeirra ríkja sem græða myndu á niðurfellingu skulda er Angóla. Í Lúanda búa fjórar milljónir, en borgin var bara byggð fyrir fjögur hundruð þúsund.

Erlent

Rán á sendiherra veikir samskipti

Ránið á sendiherra Egyptalands í Írak um helgina mun hafa veruleg áhrif á samskipti Íraka við aðrar Arabaþjóðir að mati írakskra stjórnmálamanna.

Erlent

Mikil spenna í Edinborg

Mikil spenna ríkir í Edinborg þar sem þúsundir mótmælenda hafa komið saman til að mótmæla fundi leiðtoga G-8 ríkjanna, átta helstu iðnríkja heims.

Erlent

Veikri fjölskyldu vísað úr landi

Flóttamálaráðherra Danmerkur, Rikke Hvilshöj, ætlar sjálf að hlutast til um að geðsjúkri fjölskyldu verði vísað úr landi og send til síns heims, í Kosovo. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vekja athygli á því að Danmörk sé samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna skuldbundin til að vísa ekki geðsjúkum úr landi geti þeir ekki hlotið viðeigandi meðferð í heimalandi sínu.

Erlent

Bush varar Blair við væntingum

Tony Blair ætti ekki að búast við neinum greiðum á fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims. Þetta segir George Bush og segir stuðning Blairs við Íraksstríðið alls ekki þýða að hann fái eitthvað í staðinn.

Erlent

Brúðkaupi bjargað með farsímum

Indverskir elskendur sem ætluðu að halda brúðkaup sitt í Bombei um helgina, létu það ekki aftra sér að brúðguminn komst ekki til athafnarinnar í tæka tíð vegna mikilla flóða og vegaskemmda á leiðinni til Bombei.

Erlent

Læknar í Bretlandi lélegir í ensku

Lífi sjúklinga í Bretlandi er stefnt í hættu, vegna slakrar enskukunnáttu mörg þúsund lækna í landinu, að mati forsvarsmanna bresku læknasamtakanna. Læknar sem koma úr löndum utan Evrópusambandsins þurfa að sýna fram á góða enskukunnáttu til þess að fá að starfa í löndum Evrópu.

Erlent

Ariel Sharon í hættu

Hætta er á að öfgamenn úr röðum þjóðernissinna reyni að ráða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, af dögum, að mati Moshe Katsavs, forseta Ísraels. Hann telur að hörð andstaða rabbína í landnemabyggðum gyðinga á svæðum Palestínumanna geti aukið hörkuna í þjóðernissinnum enn frekar.

Erlent

Bush vill ekki nýjan Kyoto samning

Bandaríkjamenn munu ekki semja um að draga úr gróðurhúsa lofttegundum á fundi leiðtoga G átta iðnríkjanna, sem hefst í Skotlandi á miðvikudaginn. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við breska sjónvarpsstöð í gær.

Erlent

Mótmæli í Gleneagle

Það eru ekki einungis þjóðarleiðtogar sem mættir eru í Gleneagles í Skotlandi: Þar eru þúsundir mótmælenda einnig á ferð. Lögreglu lenti saman við fylgifiska þeirra, stjórnleysingja og andstæðinga hnattvæðingar.

Erlent

Bush um væntanleg fundarefni

Tony Blair græddi ekkert á því að styðja Bush Bandaríkjaforseta í Íraksstríðinu. Nú, þegar Blair vill innheimta greiðann, segir Bush ekkert slíkt koma til greina.

Erlent

Öflugt neðansjávareldgos

Öflugt neðansjávareldgos virðist hafa orðið undan ströndum Japans um helgina. Rúmlega þúsund metra reykmökkur hefur undanfarna daga stígið upp úr kyrrahafinu nærri eyjunni Iwo Jima og telja sérfræðingar að eldgos undir sjávarmáli sé ástæða reyksins.

Erlent

Vel heppnaður árekstur

Árekstur lítils geimfars við halastjörnu á stærð við Manhattan-eyju í morgun gæti veitt vísbendingar um upphaf lífs á Jörðinni.

Erlent

Fundu 40.000 ára gömul fótspor

Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið.

Erlent

19 námamenn látast í Kína

Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun.

Erlent

Íranir vara Evrópubúa við áróðri

Íran hefur varað Evrópubúa við því að falla í gildru Bandaríkjamanna og fordæma Ahmadinejad, nýkjörinn forseta landsins. Síðustu daga hafa birst fjölmargar fréttir sem tengja forsetann við gíslatökuna í Tehran árið 1979, þegar stúdentar tóku yfir sendiráð Bandaríkjanna og héldu gíslum í 444 daga.

Erlent

Asíuljón drukknuðu

Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum.

Erlent