Erlent Grískum ráðherra sýnt banatilræði Öflug sprengja sprakk við heimili ráðherra menningarmála í Grikklandi í Aþenu í morgun. Enginn særðist í sprengingunni, að sögn lögreglu, en nokkrir bílar eyðilögðust. Ekki fylgir sögunni hvort bíll ráðherrans, George Voulgarakis, hafi verið þar á meðal en sprengjan sprakk skömmu áður en ráðherrann lagði af stað til vinnu. Erlent 30.5.2006 07:30 Útgöngubann í Kabúl Útgöngubann hefur verið sett á í Kabúl, höfuðborg Afganistans, vegna átakanna sem þar hafa geisað síðasta sólarhring. Átökin hófust eftir að bandarískur herbíll keyrði á fjölda farartækja á götum borgarinnar og varð fimm manns að bana. Erlent 30.5.2006 06:50 Breskir fjölmiðlamenn létust í Írak Myndatökumaður og hljóðmaður frá CBS sjónvarpsstöðinni létust í Írak í dag þegar sprengja lenti á bílalest sem þeir voru í. Fréttakona frá sjónvarpsstöðinni slasaðist einnig lífshættulega og var samstundis flutt á hersjúkrahús í Bagdad þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð. Erlent 29.5.2006 21:21 ESB setur Tamíltígra á lista yfir hryðjuverkamenn Evrópusambandið hefur sett uppreisnarhópinn Tamíltígrana á Sri Lanka á lista yfir hryðjuverkasamtök og fryst allar bankainnistæður samtakanna. Skæð átök hafa átt sér stað á milli stjórnarhers á Sri Lanka og Tamíltígranna sem berjast fyrir sjálfstæðu landi Tamíla í norðurhluta Sri Lanka. Erlent 29.5.2006 20:27 Tugþúsundir undir berum himni í Indónesíu Tugþúsundir manna hafast nú við undir berum himni í rigningu á jarðskjálftasvæðum í Indónesíu. Að minnsta kosti fimm þúsund manns létu lífið í skjálftanum sem varð á laugardag. Erlent 29.5.2006 20:16 Róstur gegn útlendingum í Kabúl Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið í uppþotum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, sem beinast gegn útlendingum í borginni. Tíu Íslendingar eru í Kabúl en ekkert amar að þeim, að sögn utanríkisráðuneytisins. Erlent 29.5.2006 20:02 Einn blóðugasti dagurinn í Bagdad frá upphafi stríðsins Senn er að kveldi kominn einn blóðugasti dagurinn í Bagdad í Írak frá upphafi stríðs í landinu fyrir rúmum þremur árum. Minnst þrjátíu og þrír hafa fallið og fjölmargir særst í röð sprenginga. Erlent 29.5.2006 16:10 Dómkirkja brennur í Finnlandi Dómkirkjan í Porvoo í Suður-Finnlandi, ein elsta kirkja landsins, skemmdist töluvert í bruna í nótt. Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt upplýsingum yfirvalda kviknaði eldurinn utan við kirkjuna og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Erlent 29.5.2006 15:50 Eldvirkni í Merapi meiri eftir jarðskjálftann Yfirmaður hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum segir björgunarsveitir og lækna í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim sem slösuðust í jarðskjálfta sem skall á indónesísku eyjunni Jövu um helgina og varð minnst 5.000 manns að bana. Eldvirkni í eldfjallinu Merapi á Jövu hefur aukist. Erlent 29.5.2006 12:30 Verkamenn myrtir í Bagdad Tíu féllu og tólf særðust þegar vegsprengja sprakk nálægt rútu um áttatíu kílómetra norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Allir þeir sem féllu voru verkamenn. Erlent 29.5.2006 11:21 Blóðugur morgunn í Kabúl Til blóðugra átaka kom í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun eftir að bandarískur herbíll lenti í hörðum árekstri við leigubíl og ók síðan á brott. Rúmlega fimmtíu skæruliðar talíbana munu hafa fallið í loftárás Bandaríkjamanna á mosku í suðurhluta landsins í morgun. Erlent 29.5.2006 10:15 Ríkisstjórn Austur-Tímor á neyðarfundi Ríkisstjórnin á Austur-Tímor kom saman til neyðarfundar í morgun eftir að uppreisnarmenn sögðust reiðubúnir að mæta til friðarviðræðna. Á sama tíma fara vígasveitir um höfuðborgina og leggja eld að húsum þrátt fyrir að ástralskir friðargæslumenn sjái um eftirlit á svæðinu. Erlent 29.5.2006 09:38 Páfi í Auschwitz-útrýmingarbúðunum Hinn þýskættaði Benedikt páfi sextándi skoðaði Auschwitz-útrýmingabúðirnar í Póllandi í gær, en um ein og hálf milljón manna, meirihlutinn gyðingar, voru drepnir í búðunum í helför Nazista í síðari heimsstyrjöld. Erlent 29.5.2006 07:30 Uribe endurkjörinn forseti Kólumbíu Hægrimaðurinn Alvaro Uribe var endurkjörinn forseti Kólumbíu í gær með miklum yfirburðum, eða 62% greiddra atkvæða. Næsti maður var einungis með rúmlega tuttugu prósenta fylgi, en úrslitin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að sitjandi forseti landsins hefur ekki náð endurkjöri í meira en öld. Erlent 29.5.2006 07:15 Tölur yfir fjölda látinna nokkuð á reiki Tala þeirra sem týndu lífi í jarðskjálftanum sem reið yfir á eyjunni Jövu í Indónesíu-eyjaklasanum aðfararnótt laugardags er nokkuð á reiki. Sumir fjölmiðlar segja hana nú allt að fimm þúsund og eitt hundrað á meðan aðrir segja hana nær fjögur þúsund, en talsmaður yfirvalda í Indónesíu sagði í morgun að ljóst sé að að minnsta kosti fjögur þúsund níu hundruð og áttatíu manns hafi beðið bana. Erlent 29.5.2006 07:00 Herréttur mun dæma Hill Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að herréttur skeri úr um örlög Calvin Hills, fyrrverandi þyrluflugliða hjá Varnarliðinu, sem ákærður er fyrir morðið samstarfsmanni sínum, Ashley Turner. Erlent 28.5.2006 19:00 Liðhlaup færast í vöxt Yfir eitt þúsund breskir hermenn hafa gerst liðhlaupar síðan ófriðurinn í Írak braust út vorið 2003, að því er könnun breska ríkisútvarpsins leiðir í ljós. Erlent 28.5.2006 18:45 Börnum haldið í Guantanamo Bresk mannréttindasamtök staðhæfa að allt að sextíu börn undir átján ára aldri hafi verið látin dúsa í Guantanamo-fangabúðunum illræmdu og jafnvel sætt þar pyntingum. Erlent 28.5.2006 14:15 Ísraelar gera loftárásir í Líbanon Ísraelskar herþotur skutu í morgun eldflaugum að búðum lítilla en herskárra palestínskra samtaka í Líbanon. Erlent 28.5.2006 13:30 Líðan Sharons óbreytt Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í morgun fluttur af Hadassah-sjúkrahúsinu í Jerúsalem á dvalarheimili í Tel Aviv fyrir fólk í dauðadái. Erlent 28.5.2006 13:00 Ganga samkynhneigðra leyst upp Rússneska lögreglan leysti upp kröfugöngu samkynhneigðra sem fram átti að fara í höfuðborginni Mosvku í gær. Erlent 28.5.2006 12:45 Glundroði og gripdeildir í Dili Algert stjórnleysi virðist ríkja á Austur-Tímor þrátt fyrir að erlent friðargæslulið sé komið til landsins. Erlent 28.5.2006 12:07 Stöðugt finnast fleiri látnir Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Erlent 28.5.2006 12:00 Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína Rúmlega fertugur Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína á hóteli í Miami í Flórída í gær með því að varpa þeim fram af svölum á 15. hæð. Hann framdi svo sjálfsmorð á sama hátt. Að sögn lögreglu hafði maðurinn og eiginkona hans átt í hjónabandserfiðleikum undanfarna mánuði. Erlent 28.5.2006 08:27 Ásakaðir um hrottafengin morð Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 21:04 Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi. Erlent 27.5.2006 20:14 Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. Erlent 27.5.2006 15:15 Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. Erlent 27.5.2006 15:00 Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Erlent 27.5.2006 14:13 Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 13:30 « ‹ ›
Grískum ráðherra sýnt banatilræði Öflug sprengja sprakk við heimili ráðherra menningarmála í Grikklandi í Aþenu í morgun. Enginn særðist í sprengingunni, að sögn lögreglu, en nokkrir bílar eyðilögðust. Ekki fylgir sögunni hvort bíll ráðherrans, George Voulgarakis, hafi verið þar á meðal en sprengjan sprakk skömmu áður en ráðherrann lagði af stað til vinnu. Erlent 30.5.2006 07:30
Útgöngubann í Kabúl Útgöngubann hefur verið sett á í Kabúl, höfuðborg Afganistans, vegna átakanna sem þar hafa geisað síðasta sólarhring. Átökin hófust eftir að bandarískur herbíll keyrði á fjölda farartækja á götum borgarinnar og varð fimm manns að bana. Erlent 30.5.2006 06:50
Breskir fjölmiðlamenn létust í Írak Myndatökumaður og hljóðmaður frá CBS sjónvarpsstöðinni létust í Írak í dag þegar sprengja lenti á bílalest sem þeir voru í. Fréttakona frá sjónvarpsstöðinni slasaðist einnig lífshættulega og var samstundis flutt á hersjúkrahús í Bagdad þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð. Erlent 29.5.2006 21:21
ESB setur Tamíltígra á lista yfir hryðjuverkamenn Evrópusambandið hefur sett uppreisnarhópinn Tamíltígrana á Sri Lanka á lista yfir hryðjuverkasamtök og fryst allar bankainnistæður samtakanna. Skæð átök hafa átt sér stað á milli stjórnarhers á Sri Lanka og Tamíltígranna sem berjast fyrir sjálfstæðu landi Tamíla í norðurhluta Sri Lanka. Erlent 29.5.2006 20:27
Tugþúsundir undir berum himni í Indónesíu Tugþúsundir manna hafast nú við undir berum himni í rigningu á jarðskjálftasvæðum í Indónesíu. Að minnsta kosti fimm þúsund manns létu lífið í skjálftanum sem varð á laugardag. Erlent 29.5.2006 20:16
Róstur gegn útlendingum í Kabúl Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið í uppþotum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, sem beinast gegn útlendingum í borginni. Tíu Íslendingar eru í Kabúl en ekkert amar að þeim, að sögn utanríkisráðuneytisins. Erlent 29.5.2006 20:02
Einn blóðugasti dagurinn í Bagdad frá upphafi stríðsins Senn er að kveldi kominn einn blóðugasti dagurinn í Bagdad í Írak frá upphafi stríðs í landinu fyrir rúmum þremur árum. Minnst þrjátíu og þrír hafa fallið og fjölmargir særst í röð sprenginga. Erlent 29.5.2006 16:10
Dómkirkja brennur í Finnlandi Dómkirkjan í Porvoo í Suður-Finnlandi, ein elsta kirkja landsins, skemmdist töluvert í bruna í nótt. Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt upplýsingum yfirvalda kviknaði eldurinn utan við kirkjuna og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Erlent 29.5.2006 15:50
Eldvirkni í Merapi meiri eftir jarðskjálftann Yfirmaður hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum segir björgunarsveitir og lækna í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim sem slösuðust í jarðskjálfta sem skall á indónesísku eyjunni Jövu um helgina og varð minnst 5.000 manns að bana. Eldvirkni í eldfjallinu Merapi á Jövu hefur aukist. Erlent 29.5.2006 12:30
Verkamenn myrtir í Bagdad Tíu féllu og tólf særðust þegar vegsprengja sprakk nálægt rútu um áttatíu kílómetra norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Allir þeir sem féllu voru verkamenn. Erlent 29.5.2006 11:21
Blóðugur morgunn í Kabúl Til blóðugra átaka kom í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun eftir að bandarískur herbíll lenti í hörðum árekstri við leigubíl og ók síðan á brott. Rúmlega fimmtíu skæruliðar talíbana munu hafa fallið í loftárás Bandaríkjamanna á mosku í suðurhluta landsins í morgun. Erlent 29.5.2006 10:15
Ríkisstjórn Austur-Tímor á neyðarfundi Ríkisstjórnin á Austur-Tímor kom saman til neyðarfundar í morgun eftir að uppreisnarmenn sögðust reiðubúnir að mæta til friðarviðræðna. Á sama tíma fara vígasveitir um höfuðborgina og leggja eld að húsum þrátt fyrir að ástralskir friðargæslumenn sjái um eftirlit á svæðinu. Erlent 29.5.2006 09:38
Páfi í Auschwitz-útrýmingarbúðunum Hinn þýskættaði Benedikt páfi sextándi skoðaði Auschwitz-útrýmingabúðirnar í Póllandi í gær, en um ein og hálf milljón manna, meirihlutinn gyðingar, voru drepnir í búðunum í helför Nazista í síðari heimsstyrjöld. Erlent 29.5.2006 07:30
Uribe endurkjörinn forseti Kólumbíu Hægrimaðurinn Alvaro Uribe var endurkjörinn forseti Kólumbíu í gær með miklum yfirburðum, eða 62% greiddra atkvæða. Næsti maður var einungis með rúmlega tuttugu prósenta fylgi, en úrslitin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að sitjandi forseti landsins hefur ekki náð endurkjöri í meira en öld. Erlent 29.5.2006 07:15
Tölur yfir fjölda látinna nokkuð á reiki Tala þeirra sem týndu lífi í jarðskjálftanum sem reið yfir á eyjunni Jövu í Indónesíu-eyjaklasanum aðfararnótt laugardags er nokkuð á reiki. Sumir fjölmiðlar segja hana nú allt að fimm þúsund og eitt hundrað á meðan aðrir segja hana nær fjögur þúsund, en talsmaður yfirvalda í Indónesíu sagði í morgun að ljóst sé að að minnsta kosti fjögur þúsund níu hundruð og áttatíu manns hafi beðið bana. Erlent 29.5.2006 07:00
Herréttur mun dæma Hill Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að herréttur skeri úr um örlög Calvin Hills, fyrrverandi þyrluflugliða hjá Varnarliðinu, sem ákærður er fyrir morðið samstarfsmanni sínum, Ashley Turner. Erlent 28.5.2006 19:00
Liðhlaup færast í vöxt Yfir eitt þúsund breskir hermenn hafa gerst liðhlaupar síðan ófriðurinn í Írak braust út vorið 2003, að því er könnun breska ríkisútvarpsins leiðir í ljós. Erlent 28.5.2006 18:45
Börnum haldið í Guantanamo Bresk mannréttindasamtök staðhæfa að allt að sextíu börn undir átján ára aldri hafi verið látin dúsa í Guantanamo-fangabúðunum illræmdu og jafnvel sætt þar pyntingum. Erlent 28.5.2006 14:15
Ísraelar gera loftárásir í Líbanon Ísraelskar herþotur skutu í morgun eldflaugum að búðum lítilla en herskárra palestínskra samtaka í Líbanon. Erlent 28.5.2006 13:30
Líðan Sharons óbreytt Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í morgun fluttur af Hadassah-sjúkrahúsinu í Jerúsalem á dvalarheimili í Tel Aviv fyrir fólk í dauðadái. Erlent 28.5.2006 13:00
Ganga samkynhneigðra leyst upp Rússneska lögreglan leysti upp kröfugöngu samkynhneigðra sem fram átti að fara í höfuðborginni Mosvku í gær. Erlent 28.5.2006 12:45
Glundroði og gripdeildir í Dili Algert stjórnleysi virðist ríkja á Austur-Tímor þrátt fyrir að erlent friðargæslulið sé komið til landsins. Erlent 28.5.2006 12:07
Stöðugt finnast fleiri látnir Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Erlent 28.5.2006 12:00
Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína Rúmlega fertugur Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína á hóteli í Miami í Flórída í gær með því að varpa þeim fram af svölum á 15. hæð. Hann framdi svo sjálfsmorð á sama hátt. Að sögn lögreglu hafði maðurinn og eiginkona hans átt í hjónabandserfiðleikum undanfarna mánuði. Erlent 28.5.2006 08:27
Ásakaðir um hrottafengin morð Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 21:04
Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi. Erlent 27.5.2006 20:14
Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. Erlent 27.5.2006 15:15
Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. Erlent 27.5.2006 15:00
Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Erlent 27.5.2006 14:13
Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 13:30