Erlent

Tugþúsundir undir berum himni í Indónesíu

Tugþúsundir manna hafast nú við undir berum himni í rigningu á jarðskjálftasvæðum í Indónesíu. Að minnsta kosti fimm þúsund manns létu lífið í skjálftanum sem varð á laugardag. Hjálpargögn og björgunarsveitir bárust á skjálftasvæðið á eyjunni Jövu í Indónesíu í dag. Auk rúmlega fimm þúsund manns sem létu lífið er óttast að 20 þúsund manns hafi slasast og 13 þúsund manns misst heimili sín, þar af nærri helmingurinn börn. Meðal björgunarsveita sem komu í dag var sveit frá Singapore. Flest fórnarlömbin voru aldrað fólk og ung börn sem áttu erfiðara með að staulast út úr húsum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir. Aðbúnaður tugþúsunda er afar bágborinn; eyðileggingin er algjör og margir hafa lítið skjól fyrir votviðrinu. Gegen, einn af þeim sem lifðu af skjálftann, sagði í viðtali við fréttamenn:

"Ég vildi að við hefðum almennileg tjöld því flest leka stöðugt. Börnunum er kallt alla nóttina til morguns."

Mikil þörf er fyrir rafstöðvar, tjöld og færanleg sjúkrahús. Vatns- og rafveita liggja niðri. Þetta eru þriðju hamfarirnar sem ríða yfir Indónesíu á átján mánuðum. Í árslok 004 létu 230.000 manns af völdu jarðskjálfta við eyjuna Súmötru norðanvert í Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×