Erlent

Dómkirkja brennur í Finnlandi

Dómkirkjan í Porvoo í Suður-Finnlandi, ein elsta kirkja landsins, skemmdist töluvert í bruna í nótt.  Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt upplýsingum yfirvalda kviknaði eldurinn utan við kirkjuna og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða.

Um það bil 80 slökkviliðsmenn börðust við eldinn en það gekk erfiðlega þar sem reynt var að koma í veg fyrir að þakið yrði fyrir vatnsskemmdum. Þakið brann að lokum til ösku. Það tók svo margar klukkustundir að ná tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×