Erlent

Ríkisstjórn Austur-Tímor á neyðarfundi

Lögreglumenn standa vörð við forsetahöllina í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í morgun.
Lögreglumenn standa vörð við forsetahöllina í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í morgun. MYND/AP

Ríkisstjórnin á Austur-Tímor kom saman til neyðarfundar í morgun eftir að uppreisnarmenn sögðust reiðubúnir að mæta til friðarviðræðna. Á sama tíma fara vígasveitir um höfuðborgina og leggja eld að húsum þrátt fyrir að ástralskir friðargæslumenn sjái um eftirlit á svæðinu. Til átaka kom milli stjórnarhersins og fyrrverandi hermanna fyrr í mánuðinum og féllu tæplega þrjátíu í átökum síðustu viku. Uppreisnarmenn hafa heitið því að ráðast ekki á höfuðborgina, Dili, og segjast tilbúnir til viðræðna um hvernig megi leysa þá deilu sem blossað hefur upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×