Erlent

Ganga samkynhneigðra leyst upp

Óeirðalögregla handtók bæði samkynhneigða og þjóðernissinna.
Óeirðalögregla handtók bæði samkynhneigða og þjóðernissinna. MYND/AP

Rússneska lögreglan leysti upp kröfugöngu samkynhneigðra sem fram átti að fara í höfuðborginni Mosvku í gær. Göngumenn ætluðu að leggja blómsveig á leiði óþekkta hermannsins og funda svo á torgi við borgarstjórnarskrifstofurnar í tilefni þess að þrettán ár voru liðin frá því að samkynhneigð var heimiluð með lögum. Lögregla skarst hins vegar í leikinn á þeim forsendum að ekki hefðu fengist tilskilin leyfi fyrir samkomunni. Um þrjú hundruð róttækir þjóðernissinnar bættust svo í hópinn og létu þeir höggin dynja á göngumönnum. Á meðal þeirra sem fékk að kenna á því var samkynhneigður þýskur þingmaður sem ávarpa átti fundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×