Stöðugt finnast fleiri látnir 28. maí 2006 12:00 Ástandið er víða slæmt á Jövu. MYND/AP Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Hjálparsveitir hafa unnið sleitulaust að því að leita í rústum húsa á hamfarasvæðunum á Jövu að fólki, bæði lífs eða liðnu, alveg síðan skjálftinn, sem var af stærðinni 6,2, reið yfir í fyrrinótt. Þeir sem flýðu hús sín sneru flestir til síns heima í gær en víða blasti við alger eyðilegging. Fjöldi fólks svaf undir berum himni í nótt vegna ótta um að eftirskjálftar myndu eyðileggja það sem eftir stæði. Hjálpargögn hafa streymt til Yogyakarta en sem stendur er mest þörf á tjöldum, teppum og slíku fyrir þá sem ekki eiga í nein hús að venda. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent lyf og aðrar nauðsynjar á vettvang og von er á vænum stuðningi frá ríkisstjórnum víða um heim. Ljóst er að vel á fjórða þúsund manns fórst í skjálftanum og 10-20 þúsund slösuðust. Íbúar bæjarins Bantul virðast hafa orðið verst allra úti en þar fórust að minnsta kosti 2.400 manns. Búist er við að enn fleiri lík muni finnast í dag þegar fregnir taka að berast frá afskekktari héruðum. Fornminjar nærri Yogyakarta hafa skemmst nokkuð í hræringunum, til dæmis Búddahofið Prambanan og gömlu konungshallirnar sem þarna er að finna. Jarðfræðingar segja að skjálftinn hafi aukið virkni í Merapi-fjalli sem gýs skammt þarna frá. Þá varð seint í nótt öflugur jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skammt undan Kyrrahafseynni Tonga og annar á Papúa Nýju-Gíneu upp á 6,2. Ekki er vitað um manntjón þeim tengdum en flóðbylgjur eru ekki taldar hafa myndast í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Hjálparsveitir hafa unnið sleitulaust að því að leita í rústum húsa á hamfarasvæðunum á Jövu að fólki, bæði lífs eða liðnu, alveg síðan skjálftinn, sem var af stærðinni 6,2, reið yfir í fyrrinótt. Þeir sem flýðu hús sín sneru flestir til síns heima í gær en víða blasti við alger eyðilegging. Fjöldi fólks svaf undir berum himni í nótt vegna ótta um að eftirskjálftar myndu eyðileggja það sem eftir stæði. Hjálpargögn hafa streymt til Yogyakarta en sem stendur er mest þörf á tjöldum, teppum og slíku fyrir þá sem ekki eiga í nein hús að venda. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent lyf og aðrar nauðsynjar á vettvang og von er á vænum stuðningi frá ríkisstjórnum víða um heim. Ljóst er að vel á fjórða þúsund manns fórst í skjálftanum og 10-20 þúsund slösuðust. Íbúar bæjarins Bantul virðast hafa orðið verst allra úti en þar fórust að minnsta kosti 2.400 manns. Búist er við að enn fleiri lík muni finnast í dag þegar fregnir taka að berast frá afskekktari héruðum. Fornminjar nærri Yogyakarta hafa skemmst nokkuð í hræringunum, til dæmis Búddahofið Prambanan og gömlu konungshallirnar sem þarna er að finna. Jarðfræðingar segja að skjálftinn hafi aukið virkni í Merapi-fjalli sem gýs skammt þarna frá. Þá varð seint í nótt öflugur jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skammt undan Kyrrahafseynni Tonga og annar á Papúa Nýju-Gíneu upp á 6,2. Ekki er vitað um manntjón þeim tengdum en flóðbylgjur eru ekki taldar hafa myndast í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira