Stöðugt finnast fleiri látnir 28. maí 2006 12:00 Ástandið er víða slæmt á Jövu. MYND/AP Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Hjálparsveitir hafa unnið sleitulaust að því að leita í rústum húsa á hamfarasvæðunum á Jövu að fólki, bæði lífs eða liðnu, alveg síðan skjálftinn, sem var af stærðinni 6,2, reið yfir í fyrrinótt. Þeir sem flýðu hús sín sneru flestir til síns heima í gær en víða blasti við alger eyðilegging. Fjöldi fólks svaf undir berum himni í nótt vegna ótta um að eftirskjálftar myndu eyðileggja það sem eftir stæði. Hjálpargögn hafa streymt til Yogyakarta en sem stendur er mest þörf á tjöldum, teppum og slíku fyrir þá sem ekki eiga í nein hús að venda. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent lyf og aðrar nauðsynjar á vettvang og von er á vænum stuðningi frá ríkisstjórnum víða um heim. Ljóst er að vel á fjórða þúsund manns fórst í skjálftanum og 10-20 þúsund slösuðust. Íbúar bæjarins Bantul virðast hafa orðið verst allra úti en þar fórust að minnsta kosti 2.400 manns. Búist er við að enn fleiri lík muni finnast í dag þegar fregnir taka að berast frá afskekktari héruðum. Fornminjar nærri Yogyakarta hafa skemmst nokkuð í hræringunum, til dæmis Búddahofið Prambanan og gömlu konungshallirnar sem þarna er að finna. Jarðfræðingar segja að skjálftinn hafi aukið virkni í Merapi-fjalli sem gýs skammt þarna frá. Þá varð seint í nótt öflugur jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skammt undan Kyrrahafseynni Tonga og annar á Papúa Nýju-Gíneu upp á 6,2. Ekki er vitað um manntjón þeim tengdum en flóðbylgjur eru ekki taldar hafa myndast í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Hjálparsveitir hafa unnið sleitulaust að því að leita í rústum húsa á hamfarasvæðunum á Jövu að fólki, bæði lífs eða liðnu, alveg síðan skjálftinn, sem var af stærðinni 6,2, reið yfir í fyrrinótt. Þeir sem flýðu hús sín sneru flestir til síns heima í gær en víða blasti við alger eyðilegging. Fjöldi fólks svaf undir berum himni í nótt vegna ótta um að eftirskjálftar myndu eyðileggja það sem eftir stæði. Hjálpargögn hafa streymt til Yogyakarta en sem stendur er mest þörf á tjöldum, teppum og slíku fyrir þá sem ekki eiga í nein hús að venda. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent lyf og aðrar nauðsynjar á vettvang og von er á vænum stuðningi frá ríkisstjórnum víða um heim. Ljóst er að vel á fjórða þúsund manns fórst í skjálftanum og 10-20 þúsund slösuðust. Íbúar bæjarins Bantul virðast hafa orðið verst allra úti en þar fórust að minnsta kosti 2.400 manns. Búist er við að enn fleiri lík muni finnast í dag þegar fregnir taka að berast frá afskekktari héruðum. Fornminjar nærri Yogyakarta hafa skemmst nokkuð í hræringunum, til dæmis Búddahofið Prambanan og gömlu konungshallirnar sem þarna er að finna. Jarðfræðingar segja að skjálftinn hafi aukið virkni í Merapi-fjalli sem gýs skammt þarna frá. Þá varð seint í nótt öflugur jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skammt undan Kyrrahafseynni Tonga og annar á Papúa Nýju-Gíneu upp á 6,2. Ekki er vitað um manntjón þeim tengdum en flóðbylgjur eru ekki taldar hafa myndast í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira