Erlent

Breskir fjölmiðlamenn létust í Írak

MYND/AP

Myndatökumaður og hljóðmaður frá CBS sjónvarpsstöðinni létust í Írak í dag þegar sprengja lenti á bílalest sem þeir voru í. Fréttakona frá sjónvarpsstöðinni slasaðist einnig lífshættulega og var samstundis flutt á hersjúkrahús í Bagdad þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð.

Fólkið hafði allt starfað í nokkur ár við fréttaflutning af stríðshrjáðum svæðum. 23 fjölmiðlamenn létust í Írak á síðasta ári en landið er efst á lista alþjóðafjölmiðlastofnunarinnar yfir hættulegustu lönd í heimi. Dagurinn í dag hefur verið með þeim allra blóðugustu í Írak frá upphafi stríðs í landinu fyrir rúmum þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×