Erlent

Herréttur mun dæma Hill

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að herréttur skeri úr um örlög Calvin Hills, fyrrverandi þyrluflugliða hjá Varnarliðinu, sem ákærður er fyrir morðið samstarfsmanni sínum, Ashley Turner. Turner fannst látin í íbúðarbyggingu á varnarsvæðinu í ágúst á síðasta ári og bárust böndin fljótlega að Hill þar sem hann sást hlaupa blóðugur af vettvangi ódæðisins. Hill er sagður hafa ráðið Turner bana til að koma í veg fyrir að hún vitnaði gegn sér í þjófnaðarmáli. Faðir Turners sagðist, í samtali við NBC-sjónvarpsstöðina í gær, fagna því að herréttur fjallaði um málið því dauðarefsing liggur við manndrápum af þessu tagi í hernum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×