Erlent

Líðan Sharons óbreytt

Lítil von er til þess að Ariel Sharon vakni til lífs á ný.
Lítil von er til þess að Ariel Sharon vakni til lífs á ný. MYND/AP

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í morgun fluttur af Hadassah-sjúkrahúsinu í Jerúsalem á dvalarheimili í Tel Aviv fyrir fólk í dauðadái. Sharon fékk alvarlegt heilablóðfall í ársbyrjun og hefur síðan legið í dái. Áfallið varpaði ísraelskum stjórnmálum í mikla óvissu en svo fór þó að Ehud Olmert, einn nánasti samstarfsmaður Sharons, leiddi flokk þeirra Kadima til sigurs í þingkosningunum í marslok. Flutningurinn á Sharon í morgun er sagður benda til að læknar telji engar líkur á að hann komist aftur til meðvitundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×