Erlent

Grískum ráðherra sýnt banatilræði

Öflug sprengja sprakk við heimili ráðherra menningarmála í Grikklandi í Aþenu í morgun. Enginn særðist í sprengingunni, að sögn lögreglu, en nokkrir bílar eyðilögðust. Ekki fylgir sögunni hvort bíll ráðherrans, George Voulgarakis, hafi verið þar á meðal en sprengjan sprakk skömmu áður en ráðherrann lagði af stað til vinnu. Lögregla fullyrðir að sprengingin hafi verið banatilræði við Voulgarakis en hann var færður úr embætti ráðherra öryggismála fyrr á árinu eftir að upp komst um símahleranir sem fyrirskipaðar voru af ráðherranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×