Erlent

Tölur yfir fjölda látinna nokkuð á reiki

Mynd/Ap

Tala þeirra sem týndu lífi í jarðskjálftanum sem reið yfir á eyjunni Jövu í Indónesíu-eyjaklasanum aðfararnótt laugardags er nokkuð á reiki. Sumir fjölmiðlar segja hana nú allt að fimm þúsund og eitt hundrað á meðan aðrir segja hana nær fjögur þúsund, en talsmaður yfirvalda í Indónesíu sagði í morgun að ljóst sé að að minnsta kosti fjögur þúsund níu hundruð og áttatíu manns hafi beðið bana. En hvað sem því líður er ljóst að skaðinn er mikill. Um tuttugu þúsund manns slösuðust í skjálftanum, sem mældist 6,3 á Richter, og 200 þúsund manns misstu heimili sín. Fjölmennar hjálparsveitir starfa nú á skjálftasvæðinu en miklar rigningar á Jövu í gærkvöldi hafa aukið á eymd þeirra sem eiga um sárt að binda og gera störf hjálparstarfsmanna erfiðari en ella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×