Erlent

Verkamenn myrtir í Bagdad

Á vettvangi sprengingarinnar í morgun.
Á vettvangi sprengingarinnar í morgun. MYND/AP

Tíu féllu og tólf særðust þegar vegsprengja sprakk nálægt rútu um áttatíu kílómetra norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Allir þeir sem féllu voru verkamenn sem var verið að flytja frá Bakúba að höfuðstöðvum samtaka sem ganga undir ýmsum nöfnum, þar á meðal Frelsisher Írans. Stjórnendum þeirra var vísað úr landi eftir uppreisnina árið 1979 og hafa síðan barist gegn klerkastjórninni í Íran, lengst af með stuðningi Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta. Enginn hefur lýst ódæðinu í morgun á hendur sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×