Erlent

Ísraelar gera loftárásir í Líbanon

Ísraelskar herþotur skutu í morgun eldflaugum að búðum lítilla en herskárra palestínskra samtaka í Líbanon. Tveir menn eru taldir hafa fallið í árásunum sem voru gerðar á búðir skammt utan Beirút og í Beka-dalnum, rétt við sýrlensku landamærin. Aðgerðirnar virðast svar Ísraela við eldflaugaárás sem gerð var frá Líbanon í gær en enginn slasaðist í henni. Sú árás var aftur gerð í hefndarskyni fyrir morð á háttsettum félaga í samtökunum Heilagt stríð og bróður hans í Suður-Líbanon í fyrradag en Ísraelar eru taldir hafa staðið fyrir því tilræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×