Erlent

Uribe endurkjörinn forseti Kólumbíu

Mynd/AP

Hægrimaðurinn Alvaro Uribe var endurkjörinn forseti Kólumbíu í gær með miklum yfirburðum, eða 62% greiddra atkvæða. Næsti maður var einungis með rúmlega tuttugu prósenta fylgi, en úrslitin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að sitjandi forseti landsins hefur ekki náð endurkjöri í meira en öld. Júríb er talinn einn helsti bandamaður Bandaríkjastjórnar af leiðtogum ríkja Suður-Ameríku og er hann sagður gegna mikilvægu hlutverki í því að stemma stigu við innflutningi eiturlyfja frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. Kosningarnar í gær fóru óvenju friðsamlega fram og voru þær friðsömustu í Kólumbíu í meira en áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×