Erlent

Liðhlaup færast í vöxt

Yfir eitt þúsund breskir hermenn hafa gerst liðhlaupar síðan ófriðurinn í Írak braust út vorið 2003, að því er könnun breska ríkisútvarpsins leiðir í ljós. Á síðasta ári struku 377 hermenn úr herstöðvum í Bretlandi og hafa þeir ekki látið sjá sig aftur. Ekki er hægt að fullyrða um orsakir þessa, en þar sem fjöldi liðhlaupanna hefur meira en þrefaldast síðustu ár er talið líklegast að hermennirnir hafi einfaldlega viljað sleppa við að vera sendir til Íraks. Könnun BBC kemur á sama tíma og breskir þingmenn ræða lagafrumvarp þar sem réttur hermanna til að neita að taka þátt í hernámi erlends ríkis er afnuminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×