Erlent

Páfi í Auschwitz-útrýmingarbúðunum

Mynd/AP

Hinn þýskættaði Benedikt páfi sextándi skoðaði Auschwitz-útrýmingabúðirnar í Póllandi í gær, en um ein og hálf milljón manna, meirihlutinn gyðingar, voru drepnir í búðunum í helför Nazista í síðari heimsstyrjöld. Í ræðu sem páfi flutti sagði hann meðal annars að það að mæla af vörum fram á svo hryllilegum stað, þar sem eins hræðilegir glæpir og raun ber vitni voru framdir gegn Guði og mönnum, væri nánast ógerlegt - ekki síst fyrir kristinn mann frá Þýskalandi. Á meðal þeirra sem hlustuðu á orð páfa voru þrjátíu og tveir gyðingar sem lifðu vistina í Aushwitz af fyrir sextíu árum. Heimsókn páfa til þessa sögulega staðar markaði lok fjögurra daga heimsóknar hans til Póllands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×