Erlent

Glundroði og gripdeildir í Dili

Friðargæsluliðar fá lítið ráðið við ástandið á Austur-Tímor.
Friðargæsluliðar fá lítið ráðið við ástandið á Austur-Tímor. MYND/AP

Algert stjórnleysi virðist ríkja á Austur-Tímor þrátt fyrir að erlent friðargæslulið sé komið til landsins. Verst er ástandið í höfuðborginni Dili en þar hafa flokkar ribbalda gengið berserksgang og brennt hús fólks til grunna. Til átaka hefur komið á milli hópanna þar sem menn beita sveðjum og spjótum af miklu offorsi. Fréttaritari Reuters í borginni varð vitni að því þegar tuttugu unglingar eltu mann uppi og börðu hann svo til bana með kylfum og grjóti. Þeir sem einkum er ráðist á eru sagðir hafa tekið þátt í ofbeldisverkum Indónesíuhers rétt áður en hann yfirgaf landið árið 1999. AP-fréttastofan hermir að 27.000 manns séu nú á flótta í Dili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×