Erlent

Tígrisdýr drap einn og slasaði tvo í San Fransisco

Einn lést og tveir slösuðust þegar tígrisdýr réðist á þá eftir að það slapp úr búri í dýragarðinum í San Fransisco. Atvikið átti sér stað rétt undir lokun dýragarðsins klukkan 17 að staðartíma í gær, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Fórnarlömbin voru gestir í garðinum.

Erlent

Rússnesk geimflaug tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni

Ómönnuð rússnesk birgðarflutningaflaug tengdist í morgun Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Um borð í flauginni er meðal annars vatn, matur, eldsneyti og tækjabúnaður fyrir þriggja manna áhöfn geimstöðvarinnar. Þá voru einnig jólapakkar um borð í flauginni.

Erlent

Tyrkir ráðast á Kúrda

Tyrkneskar orrustuþotur gerður árásir á stöðvar skæruliða kúrda í norðurhéruðum Íraks í morgun. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið í árásunum.

Erlent

Eldur í olíuleiðslu kostar 28 Nígeríumenn lífið

Að minnsta kosti 28 létu lífið þegar eldur kom upp í olíuleiðslu í borginni Lagos í Nígeríu í gær. Leki hafði komið á leiðsluna og hafði fólk safnast saman til að setja olíu fötur þegar eldurinn braust út. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið og segja talsmenn Rauða krossins að allt að 45 lík hafi fundist.

Erlent

Krefst 11 ára þrælkunarvinnu hjálparstarfsmanna

Saksóknari í Afríkuríkinu Chad hefur krafist þess að sex franskir hjálparstarfsmenn sem sakaðir eru um að reyna ræna 103 börnum úr landi verði dæmdir í 11 ára þrælkunarvinnu. Réttarhöld yfir hjálparstarfsmönnunum hófust í síðustu viku en mennirnir voru handteknir í október.

Erlent

Fjórar systur létu lífið í eldsvoða

Fjórar systur á aldrinum eins til átta ára létu lífið í eldsvoða í íbúð í Arnemuiden í Hollandi á aðfangadagskvöld. Þær voru allar sofandi í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingahús. Eldurinn kviknaði í íbúðinni en ekki er vitað hvað olli honum. Giftusamlega tókst að koma gestum út úr veitingahúsinu

Erlent

Að minnsta kosti 15 létust í Nepal

Tvö hundruð manna er saknað í fjallendi í Nepal eftir að brú gaf sig og fólkið sem á henni var féll í ískalda á fyrir neðan. Vitað er um fimmtán dauðsföll en óttast að mun fleiri hafi látið lífið. Björgunarmenn segja að einhverjir hafi náð að synda í land og farið til síns heima án þess að láta vita af sér.

Erlent

Jesúbarninu stolið í Flórída

Aðstandendur jólasýningar á Miami hafa fest GPS-staðsetningartæki á styttu af Jesúbarninu eftir að sams konar styttu á sýningunni var stolið.

Erlent

Páfi talaði gegn eigingirni og fyrir umhverfinu í messu sinni

Kristnir menn um allan heim halda jólin hátíðleg í dag. Michel Sabah erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem sagði í guðsþjónustu í Betlehem að landið helga gæti ekki verið lífsins land fyrir suma en land dauða, útskúfunar, hernáms og fangelsunar fyrir aðra.

Erlent

Aftur farið að fljúga frá Heathrow

Tugum flugferða frá Heathrow flugvelli í Lundúnum hefur verið aflýst um helgina vegna veðurs. Nú er aftur farið að fljúga en óvíst er hvort allir komast í flug fyrir jólin.

Erlent

Úrslit í Úsbekistan fyrirsjáanleg

Islam Karimov virðist öruggur um endurkjör í forsetakosningum í Úsbekistan. Hann hefur ríkt með miklu offorsi í landinu í átján ár. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að kosningarnar hafi ekki verið í samræmi við lýðræðislegar leikreglur. Meint níutíu prósent kosningaþátttaka vekji sömuleiðis grun um að ekki hafi verið rétt talið.

Erlent

Endi bundinn á konungdæmið í Nepal

Endi verður bundinn á konungdæmið í Nepal, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda þar í landi. Með því fallast þau á eina aðalkröfu Maoista, sem hafa barist gegn stjórn landsins í ellefu ár í skærustríði sem hefur kostað 13 þúsund mannslíf.

Erlent

Karimov líklega endurkjörinn í Úsbekistan

Fastlega er búist við að Islam Karimov forseti Úsbekistans verði endurkjörinn í forsetakosningum sem fara fram í dag. Hann hefur ríkt með harðri hendi í Úsbekistan í átján ár, frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1992.

Erlent

Bylur veldur usla í Bandaríkjunum

Bylur í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna olli dauðsföllum og miklum töfum á ferðalögum fyrir jólin. Við Topeka borg í Kansas varð bílslys sem leiddi til keðjuverkunar þannig að tugir bíla óku hver aftan á annan.

Erlent

Yfir 400 F-15 orrustuþotur kyrrsettar ótímabundið

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að kyrrsetja yfir 400 af F-15 orrustuþotum sínum eftir að smíðagalli koma í ljós í níu þeirra. Allur floti flughersins af F-15 þotum, um 700 talsins, var kyrrsettur af sömu sökum í byrjun nóvember.

Erlent