Erlent

Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar

Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú.

Erlent

London logar

Óeirðirnar í Lundunum virðast engan endi ætla að taka því í kvöld hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn barist við mótmælendur sem ganga hreinlega af göflunum.

Erlent

Björguðu hnúfubakskálfi

Brimbrettakappar og starfsmenn sædýrasafns tóku höndum saman í Ástralíu til að bjarga hnúfubakskálfi sem hafði synt í strand á Gullströndinni svokölluðu.

Erlent

Arabaríki kalla heim sendiherra frá Damaskus

Þrjú arabaríki hafa kallað sendiherra sína í Damaskus heim, til að leggja áherslu á andúð sína á framferði stjórnvalda í Sýrlandi. Talið er að um 2000 mótmælendur hafi fallið í átökum við herinn undanafarnar vikur.

Erlent

Breivik vill tala við fangelsisprest

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt.

Erlent

Yulia Tymoshenko föst í fangelsi

Dómstólar í Úkraínu hafa hafnað kröfum um að fá fyrrverandi forsætisráðherra landsins lausa úr fangelsi gegn tryggingu, en réttað er yfir henni vegna ásakana um að hafa misnotað völd í starfi.

Erlent

Verkamenn í demantanámum pyntaðir

Öryggissveitir Mugabes forseta í Zimbabve halda úti fangabúðum þar sem verkamenn í demantanámum landsins eru pyntaðir á hrottalegan hátt. Þetta kemur fram í fréttaþættinum Panorama á BBC en þar er rætt við fórnarlömb sem komist hafa lífs af úr búðunum.

Erlent

Árásir sýrlenska hersins halda áfram þrátt fyrir andmæli

Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim til þess að mótmæla framgangi stjórnvalda þar í landi sem hafa barið miskunarlaust á mótmælendum síðustu vikur og mánuði. Abdullah konungur Sádí Arabíu segir að framferði Sýrlendinga sé ólíðandi og hvatti hann til þess að blóðbaðið verði stöðvað áður en það verður of seint. Samtök arabaríkja hafa einnig gefið út harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Rúmlega áttatíu eru sagðir hafa látist í árásum stjórnarhersins í austurhluta landsins í gær.

Erlent

Enn slegist á götum Lundúna

Óeirðirnar í London héldu áfram í nótt aðra nóttina í röð. Lögregla handtók rúmlega hundrað óeirðaseggi í nótt en óróinn byrjaði fyrir helgi í Tottenham hverfinu þegar vopnaðir lögreglumenn skutu Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa þess til bana. Rannsókn á atvikinu er þegar hafin en lögreglumennirnir fullyrða að maðurinn hafi verið vopnaður og að hann hafi skotið á þá af fyrra bragði.

Erlent

Á sjötta tug létu lífið í átökum

Sýrlenski stjórnarherinn réðst í gær gegn uppreisnarmönnum í þremur borgum í landinu í gær. Mannréttindasamtök sem fylgjast grannt með ástandinu segja í það minnsta 52 hafa fallið í árásunum.

Erlent

Geithner verður áfram í embætti

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að sitja áfram í embætti til loka kjörtímabilsins. Hann hefur tilkynnt Barack Obama forseta landsins þetta.

Erlent

Byssan klikkaði þegar hvítabjörn réðst á hóp manna

Byssa sem leiðangursstjórar hópsins á Svalbarða voru með stóð á sér þegar hvítabjörn réðst á hóp skólastráka fyrr í vikunni. Enginn næturvörður var á vakt þegar björninn réðst til atlögu gegn hópnum með þeim afleiðingum að einn þeirra dó.

Erlent

Borgarstjóri segir óeirðirnar ólíðandi

Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að óeirðir, líkt og þær sem voru í Tottenhamhverfinu í Lundúnum í nótt, séu ólíðandi. Alls særðust 26 lögreglumenn í átökum við fólk sem kom saman og andmælti lögregluofbeldi.

Erlent

Alger ringulreið í Tottenham

Alger ringlulreið hefur ríkt í Tottenham í Lundúnum í dag vegna óeirðanna þar í nótt. Kveikt var í bílum og húsum og ráðist hefur verið að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að 26 eru særðir. David Lammy þingmaður segir í samtali við Daily Telegraph að hugsanlega hafi einhver látist inni í þeim húsum sem kveikt var í. Slökkviliðið í Lundúnum fékk 264 neyðarköll frá klukkan hálftíu í gærkvöld að staðartíma þangað til klukkan hálffimm í morgun. Um 50 eldar voru kveiktir og eyðilögðu þeir byggingar og bíla.

Erlent

Um 300 þúsund mótmæltu í Ísrael

Um það bil þrjú hundruð þúsund Ísraelar gengu um götur Tel Aviv og Jerúsalem til að mótmæla efnahagsástandinu í landinu. Mótmælendur segja skuldir hafa aukist á meðan verð á almennum neysluvörum og húsnæði hefur hækkað. Í samtali við breska ríkisútvarpið staðfesti lögreglan í Ísrael að tuttugu þúsund til viðbótar hafi komið saman í minni borgum og bæjum til að mótmæla.

Erlent

Bensínsprengjum kastað að lögreglumönnum

Bensínsprengjum var kastað að lögreglumönnum og kveikt var í lögreglubílum og húsum í óeirðum í Tottenham í norðurhluta Lundúna í nótt. Átta lögreglumenn slösuðust í óeirðunum og voru fluttir á spítala, einn með höfuðáverka. Upphaf óeirðanna má rekja til þess að lögreglan skaut til bana 29 ára gamlan mann á fimmtudag. Um 300 manns tóku þátt í óeirðunum eftir því sem fram kemur á BBC.

Erlent

Ísbirnir reglulega felldir á Svalbarða

Piltarnir fjórir sem sluppu lifandi frá grimmilegri árás hvítabjarnar á Svalbarða í gær þurftu allir að gangast undir skurðaðgerð vegna áverka á höfði. Um 3000 birnir halda til á Svalbarða og hafa að meðaltali þrír á ári verið felldir þegar fólki stafar hætta af þeim.

Erlent

Tekist á um lánshæfismat

Obama Bandaríkjaforseti óskaði eftir því í ávarpi sínu í dag að þingmenn Bandaríkjanna legðust á eitt við að fjölga störfum í landinu eftir að matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í það næstefsta.

Erlent

Hundruð þúsunda flýja fellibylinn Muifa

Yfir 200 þúsund manns í Austur-Kína hafa verið flutt brott af strandsvæðum og þúsundir skipa hafa verið kölluð aftur til hafnar vegna fellibylsins Muifa sem stefnir nú á landið eftir að hafa haft viðkomu í Filippseyjum, Taívan og Japan. Þá hafa 80 þúsund manns verið flutt brott úr Fuijan héraði.

Erlent

38 hermenn látinir í þyrluslysi

31 bandarískur hermaður og sjö afganskir týndu lífinu í nótt þegar þyrla bandaríska hersins brotlenti í Afganistan. Óvíst er hvað olli brotlendingunni en Talíbanar segjast hafa skotið þyrluna niður.

Erlent

Krefjast afsagnar fjármálaráðherrans

Repúblikanar í Öldungadeild Bandaríkjaþings krefjast afsagnar Timothys Geithners fjármálaráðherra eftir að S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni í gær. Lánshæfismatið var í hæsta flokki AAA en er nú komið í AA+ með neikvæðum horfum.

Erlent

Flugvél rýmd í Fíladelfíu

Flugvél á vegum US Airways, sem var að koma frá Glasgow, var rýmd á flugvellinum í Fíladelfíu nú í kvöld. Samkvæmt fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar er ástæða rýmingarinnar sögð vera „ótilgreind ógn“ en ekki hefur verið gerð frekari grein fyrir málinu.

Erlent