Erlent

Ótrúleg barátta konu við rúllustiga vekur athygli

Rúmlega 400.000 manns hafa horft á myndbandið síðan það birtist á vefnum 11. nóvember síðastliðinn.
Rúmlega 400.000 manns hafa horft á myndbandið síðan það birtist á vefnum 11. nóvember síðastliðinn. mynd/YOUTUBE
Áræðin kona í versunarleiðangri er orðin að stórstjörnu á internetinu eftir örvæntingafulla baráttu við rúllustiga.

Það tók hana tæpa mínútu að sigrast á endalausa stiganum á meðan aðrir viðskiptavinir - sem augljóslega kunna ekki að nota martraðarstigann - horfa undrandi á eftir henni.

Á lokasprettinum teygir hún úr löppunum á meðan hún talar í símann.

Síðan myndbandið birtist á vefsíðunni YouTube hafa rúmlega 400.000 þúsund manns horft á myndskeiðið.

Hægt er að sjá þolraun konunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×